Færsluflokkur: Sjónvarp

Eurotrash

Ég hef ekkert verið að tjá mig um Júróvisjón hingað til enda ekki heyrt neitt af þessum lögum, eða þar til í kvöld. Ég sá fram á það að ég yrði nákvæmlega ekkert með í umræðunum næstu dagana ef ég hefði ekki horft á öll ósköpin og þar sem ég legg það heldur ekki í vana minn að tala um það sem ég veit ekkert um (ég starfa nefnilega ekki sem stjórnmálamaður) þá lagði ég á mig þessa rannsóknarvinnu.
Það ryfjaðist upp fyrir mér strax á fyrstu mínútunum af hverju ég hef ekki lagt mig neitt sérstaklega eftir því að fylgjast með þessari keppni undanfarin ár, þegar flutt var syrpa af gömlum Júróvisíonslögurum. Helmingurinn af lögunum hljómaði eins og þau væru eftir Geirmund Valtýsson og vekja eflaust góða stemmingu á sveitaballi í Miðgarði. Hinn helmingurinn var eins og Þorvaldur Bjarni hefði annað hvort samið þau eða útsett þar sem allt sem hann kemur nálægt hljómar eins. Og hverjum öðrum en RÚV dettur í hug að láta mann sem gæti verið ný kominn af þorrablóti á Ströndunum og ennþá í gúmmístígvélunum og hefði fram að þessu haft atvinnu af að stýra landbúnaðarsýningum kynna svona galmúrshow?
En hvernig voru svo lögin?
Lag 1. Þorsteinn Olgeirsson. Late 80's Elton John rip off. Og late 80´s var mjög vont tímabil hjá Elton John. Og af hverju þurfa lúðrablásarar alltaf að vera eins og fífl?
Lag 2. Páll Rósinkrans. Týpískt Sálarlag með einhverju gospel tvisti. Svona allir-saman-nú viðlag og á eftir að slá í gegn hjá Hvítasunnusöfnuðinum. Kosið af eldri konum sem finnst hann Páll svo góður drengur
Lag 3. Eurobandið. Europop í sinnu bestu eða verstu mynd, eftir því hvernig litið er á það. Á eftir að hljóma á diskótekunum í Búlagaríu og Rússlandi þar sem Europopið er það heitasta í dag. Verður líka eflaust blastað á næstu Gay Pride
Lag 4.Ragnheiður Gröndal. Höfundur þessa lags hefur horft á allt of mikið af söngleikjum í gegn um tíðina og dreymir dagdrauma um frægð og frama á Broadway. Ég var búin að gleyma hvernig þetta lag var 2 mínútum eftir að það kláraðist
Lag 5. Mercedes club. Ef það væri 1991 og allir væru enn að fara á raveklúbba og hakka í sig E pillur þá væri þetta lag kanski eitthvað í takt við tímann. Held m.a.s að þetta sé of yesterday fyrir Rússana og Búlgarina. Söngkonan hefur heldur ekki verið valin út frá sönghæfileikum heldur örugglaga af því að hún leit best út í latexdressinu. Tvímælalust kjánahrollur kvöldsins.
Lag 6. Baggalútur. Æji, óskaplega er þetta mikið þúfnapopp. Þetta er jafn íslenskt og Hvannarrótarbrennivín og kæst skata og höfðar nákvæmlega jafn mikið til annara þjóða og þær "ágætu" afurðir. Rétti staðurinn fyrir þetta lag er Kringlukráin á laugardagskvöldi
Lag 7. Birgitta og Magni. Álíka tilþrifamikið lag og blautir ullarsokkar og jafn minnisstætt og síðasta klósettferð. Og í hverju var Birgitta eiginlega? Designer rjúpnavesti?!
Lag 8. Dr. Spock. Líklega skásta lagið í keppninni en ekki merkileg lagasmíð. Verðlaun fyrir bestu búningana. Fyrirmynd Dr. Spock er augljóslega Mike Patton og Mr. Bungle og er langt um betri

sjónvarpið

343513SxBW_wMargir reka upp stór augu þegar þeir ætla að fara að ræða eitthvað við mig um sjónvarpsdagskrána og ég segi þeim að ég eigi ekki sjónvarp og hafi ekki átt lengi. "Hvað geri ég þá á kvöldin?" er spurt í forundran eins og það sé það eina sem standi fólki til boða.

 Ég á 2 kanínur sem þurfa ást og umhyggju, ég fer á kaffihús (svona meðan Herr Flick lögreglustjóri lætur ekki loka þeim kl. 8 því þá á fólk að vera komið heim til sín), ég les, ég tek mikið af ljósmyndum og síðast en ekki síst sit ég fyrir framan Makkann minn og geri eitthvað skemmtilegt. Nei, ég er ekki í Counter strike eða að skoða sóðasíður á netinu. Tölvur eru ekki bara til þess að hanga á netinu eða myrða cyberskrýmsli í ofbeldisfullum tölvuleikjum. Reynið að vera skapandi! Fáið ykkur Illustrator eða Photoshop og farið að búa eitthvað til. En nei, það er eitthvað í sjónvarpinu sem má ekki missa af segir fólk

En hvað er svona merkilegt í sjónvarpinu að fólk getur setið yfir því frá kvöldmat að háttatíma kvöld eftir kvöld? Ég kíkti aðeins á dagskrána þessa viku og hér er smá brot.

Í Ríkiskassanum var m.a boðið upp á þetta:  

"Fadderi ok faddera". Sænsk heimildamynd um Jonas Svenson, 85 ára gamlan harmónikkuleikara og fyrrum póstburðarmann í Uppsala og leit hans að Husqvarna harmónikku sem föðurbróðir hans tapaði á leiðinni milli Ullevalla og Sundsvall í maí árið 1956

"Útnáramótið í fótbolta" Lið Trékyllisvíkur mætir Dolla frá Hólmavík í 16 liða úrslitum en allir lekir mótsins verða sýndir beint og svo endursýndir að loknum fréttum alla daga vikunnar

"Baulaðu nú Búkolla mín" Dúddi Gunnsteinsson ræðir við Jónas fjósamann í Fárviðru á Ströndum um íslensku mjólkurkúna.

"Lúlli snigill skoðar heiminn" Fylgst með ferðum snigilsins Lúlla í heilan mánuð og hvernig hann á þeim tíma ferðast úr örygginu undir rifsberjarunnanum, yfir göngustíginn og í ný heimkynni í túlípanabeðinu.

Það var ekkert sem heillaði mig neitt sérstaklega við dagskrána í Ríkiskassanum svo ég kíkti á hvað frjálsu og óháðu fjölmiðlarnir höfðu upp á að bjóða.

"Ástir og örlög á kennarastofunni" Við höldum áfram að fylgjast með Janis handmenntakennara í St.Slum miðskólanum í Brooklyn og viðleitni hennar til að öðlast ástir Bobbys skólastjóra. Í síðasta þætti hafði Janis fengið nafnlausa ábendingu um það að Bobby væri jafnvl að hitta aðra manneskju. Hún  fær Dolly bókhaldskennara í lið með sér til að komast til botns í þessu máli sem leiðir þær í Leather&Latex klúbbinn á Manhattan. 856. þáttur.

"NYPP blue" Vandaðir bandarískir spennuþættir sem fjalla um hið hættulega starf stöðumælavarða í New York

"Desperate midwives" Ljósmæður á bandarísku sjúkrahúsi heyja harða baráttu við flækta naflastrengi, óvænta keisaraskurði, sjálfumglaða fæðingarlækna og taugaveiklaða eiginmenn

"The Bachelorett:Alabama" Ný þáttaröð af þessum vandaða bandaríska raunveruleikaþætti. Mary Lou hefur komið sér fyrir á hinu glæsilega Golden Palace Trailer Park Hostel og tekur þar á móti vonbiðlum sínum. Valið á eftir að vera erfitt því allir eiga þeir Pick-up truck og marghleypu, enginn þeirra er nákyldur ættingi hennar og allir hafa þeir sínar eigin tennur. Að lokum verður það þó aðeins einn sem stendur uppi sem sigurvegari með síðustu Budweiser kippuna

"Dr.Bill" Í þessum vinsæla bandaríska spjallþætti ræðir bókmenntafræðingurinn Dr. Bill við gesti sína um mikilvægi þess að kunna að lesa og bendir þeim á hvar Bandaríkin er að finna á landakortinu. Hann svarar spurningum áhorfenda úti í sal um jafn margvísleg efni og hvað kjúklingar hafi marga fætur, hvað suðumark vatns er hátt og hvernig Hvíta húsið er á litinn. Uppáhaldsþáttur Georga W. Bush

Hér í spilaranum til hliðar eru svo nokkur "sjónvarps" lög

 

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband