Færsluflokkur: Vefurinn

Spáiði í það hvað þið setjið á netið?

browsing-the-net.jpgHver kannast ekki við tengslasíður eins og My Space og Facebook? Vinnuveitandinn ykkar kannast eflaust við þær og er ekki sérlega hrifinn, hvað þá af MSN eða þessu bévítans bloggi. Það byrjar nefnilega enginn að vinna á morgnana nema hafa hangið á netinu í svona klukkutíma fyrst. Jú kanski iðnaðarmenn sem hafa enga tölvu til að slugsa yfir, þeir hanga bara í kaffi í staðinn.

 Anyway, að hanga á netinu er samt ekki bara að hanga á netinu. Það skiptir máli hvernig hangsinu er háttað. Það sem þú setur á netið er þar for everyone to see. Ef fólki er á annað borð annt um mannorð sitt og ímynd út á við þá ætti það að spá í hvað það setur á netið. Ef þú ert t.d að leita þér að góðri vinnu þá skiptir það miklu máli. Það er þér ekki til framdráttar ef tilvonandi vinnuveitandi, sem er t.d virðuleg fjármálastofnun sem ekki má vamm sitt vita googlar þig og það fyrsta sem poppar upp eru myndir frá blautbolakeppni á Fjörukránni eða ef þú ert karlmaður og póstaðir á My Space síðunni þinni vídeói af því þegar þið félagarnir stunguð stjörnuljósum upp í afturendann á hvor öðrum á síðasta gamlárskvöldi. Mjög fyndið þá eflaust en ekki það sem að þú vilt að bossinn þinn sjái.

 Það eru til fyrirtæki úti í hinum stóra heimi sem hafa þá starfsemi að finna upplýsingar um fólk á netinu. Þá annað hvort til að eyða þeim fyrir viðkomandi aðila sem telja þær sér skaðlegar eða að einhver þriðji aðili vill komast að öllu um þig sem hægt er að grafa upp. Þegar þú ert orðinn ráðsettur fjölskyldufaðir með konu, börn og jeppa og ert jafnvel að hugsa um að demba þér í pólitíkina þá viltu alls ekki að myndirnar af þér frá Hróarskeldu ´96 þar sem þú lást inni í tjaldi með jónu á stærð við upprúllaðan sunnudagsmogga og tvær hálfnaktar súludansmeyjar í eggjandi stellingum að halda uppi fjörinu, leki út. Og bloggið þar sem þú segir frá því á hispurslausan hátt að raddirnar í höfðinu á þér hafi sagt þér að það vséu geimverur á meðal vor að reyna að taka yfir heiminn og að þær búi í Vogunum, er heldur ekki gott move.

Og strákar mínir, stelpurnar hafa fyri löngu tekið tæknina í sína þágu. Þú hittir stelpu á djamminu, þið farið að daðra pínu, þið skiptist á símanúmerum og svo fer hver til síns heima (nema auðvitað að báðir aðilar sleppi undanrásunum og fari beint í úrslitaleikinn). En svo hringir daman ekki til baka og svarar ekki þegar þú hringir og þú skilur ekkert í af hverju? Jú, ástæðan er einföld. Það fyrsta sem hún gerði var auðvitað að googla þig og komst að því að þú hljópst allsber inn á Laugardalsvöllinn í landsleik fyrir þrem árum, þú safnar límmiðum af bjórflöskum og að í fyrra fórstu á Star Trek ráðstefnu í Los Angeles, þú kannt Klingónsku og það er mynd af þér í Klíngónabúning á heimasíðunni þinni. Fyrir allt venjulegt kvenfólk þá er þetta ekki mikið turn-on.

Þannig að næst þegar þið setjið eitthvað á netið spáiði í því hvað þið eruð að setja þangað. Og ef þið eruð á 5. glasi, sleppiði því bara alveg!


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband