...og hvað sagði forsætisráðherra meira?

Í þessari frétt er farið í helstu atriði ræðu forsætisráðherra á Alþingi í dag. Athugull blaðamaður náði hins vegar stuttu spjalli við hann í kaffihlénu meðan hann var að gæða sér á bakkelsi og spurði nánar út í efnahagsástandið og aðgerðir ríkisstjórnarinnar

Blaðamaður (Blm.): Þú minnist þarna á óvæntan skort á gjaldeyri. Hvernig er það, gleymdist að telja í Seðlabankanum?

Forsætisráðherra (Fors.rh.): Það komust víst mýs í peningageymsluna. Nöguðu gat á helling af evrum og dollurum en af einhverjum ástæðum litu þær ekki við krónunum sem voru geymdar í sama herbergi

Blm: Þetta er nú ekki trúleg skýring finnst mér

Fors.rh: Já það sagði ég líka við Seðlabankastjóra, en hann fullyrðir þetta

Blm: Og hvernig var þá umhorfs í peningageymslunni?

Fors.rh: Hvernig ætti ég að vita það? Ég er bara forsætisráðherra!

Blm: Ha...?!

Fors.rh: Já, mér hefur ekki verið hleypt inn í Seðlabankann síðan ég samþykkti að láta endurskoða eftirlaunafrumvarpið. Seðlabankastjóri er víst eitthvað foj ennþá

Blm: En til hvaða aðgerða ætlar Seðlabankinn þá að grípa varðandi gjaldeyrisforðann?

Fors.rh: Ertu að spyrja mig? Síðan ég minntist á um daginn að endurskoða peningastefnu Seðlabankans hefur Seðlabankastjóri ekki svarað símanum og sendi mér SMS þar sem stóð "ég hækka bara vextina eins og mér sýnist, gleraugnaglámur!" Svo endursendi hann mér jólakortið frá því um síðustu jól.

Blm: Ja hérna! En hvert er þá útspil Ríkisstjórnarinnar?

Fors.rh: Alla vega ekki að ganga í Evrópusambandið!

Blm: Nei ég meintu nú bara til skemmri tíma litið

Fors.rh: Þetta vesen er bara ekki okkur að kenna! Þetta eru allt einhverjir illa innrættir braskarar í útlöndum sem eru að eyðileggja allt. Utanríkisráðherra talar ekki við mig af því að ég vil ekki ganga í Evrópusambandið, Seðlabankastjóri talar ekki við mig af því að fólk getur ekki bara gleymt þessu eftirlaunadæmi, borgarstjórinn talar ekki við mig af því að hann man ekki hver ég er, umhverfisráðherra talar ekki við mig af því að ég stakk upp á 2-3 álverum til að redda okkur, fullt af bæjarstjórum úti á landi tala ekki við mig af því að þeir fá ekki álver eða jarðgöng eins og allir hinir, konan mín talar ekki við mig af því að ég gleymdi brúðkaupsdeginum okkar og Ríkislögreglustjóri talar ekki við mig af því að þeir fá ekki nógu margar skyrtur! Svo er alltaf verið að spyrja mig hvernig á að leysa þetta eða hitt og af hverju gengið er svona lágt og og allt verð svona hátt. Ég veit ekkert um þetta og vil bara fá að vera í friði! Hvenær byrjar sumarfríið?!


mbl.is Geir: Tvennskonar vandi í efnahagsmálum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Það er eins og ég hef alltaf sagt; enginn vandi að skilja hann Geir ef hann fær bara nógu einfaldar spurningar.

Árni Gunnarsson, 31.3.2008 kl. 23:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband