Stóra gasmálið

Fáir atburðir hafa í seinni tíð vakið jafn mikil viðbrögð og Stóra gasmálið, eða atvikið þarna á Suðurlandsveginum þegar löggan fór á taugum og byrjaði að úða piparúða á allt sem hreyfðist, eða öllu heldur á allt sem hreyfðist ekki. Forsvarsmenn lögreglunnar hafa verið fámálir um þennan atburð og því er forvitnilegt að heyra hvað lögreglustjórinn í Reykjavík, Herr Flick hefur um þetta mál að segja. Hér er glóðvolgt viðtal.

Blaðamaður (Blm.): Voru þetta ekki allt of harkaleg viðbrögð að hálfu lögreglunnar?

Lögreglustjóri (Lögr.stj.): Nei alls ekki. Þetta varðaði við þjóðaröryggi. Þarna var að safnast saman alls konar lýður með skrýlslæti. Ekki bara þessir bílstjóradurgar sem kunna hvort sem er ekki að keyra og eru stórhættulegir í umferðinni, étandi rækjusamlokur, talandi í símann og skafandi smurolíu undan nöglunum á sér, allt á meðan þeir þjösnast á 120 eftir Bústaðaveginum með fullan pallinn af stórgrýti, heldur líka ofstopafullir menntaskólanemar og umhverfisverndarsinnar. Það hljóta allir að sjá í hvers konar voða stefndi ef við hefðum ekki gripið í taumana

Blm.: En hvaða ástæðu hafði lögreglan til að mæta þarna grá fyrir járnum þar sem engin ástæða hafði þótt fram að þessu til að beita mótmælendur ofbeldi?

Lögr.stj.: Ja....bara!

Blm.: Bara!? Bara er ekkert svar!

Lögr.stj.: Víst! Ef ég segi það!

Blm.: Heyrðu mig nú! Þá skrifa ég bara að þú hafir sagt að allir sem voru þarna væru hálfvitar sem áttu það skilið að vera lamdir í hausinn og....

Lögr.stj.: Rólegur maður! getum við haft þetta off the record?

Blm.: Jú ætli það ekki, þetta fer alla vega ekkert voða langt...kanski..

Lögr.stj.: Ja sko, strákarnir í Sérsveitinni voru búnir að biðja um að fá að prófa smá dót sem þeir áttu og höfðu voða lítið getað notað.

Blm.: Dót?!

Lögr.stj.: Já þegar nýju búningarni komu í vetur þá fengu þeir nýjar græjur eins og þessa flottu skildi og miklu betri kilfur og handjárn. Allt sérpantað frá ameríku, nýjustu týpurnar. Já svo hafa þeir aldrei getað notað piparúða í svona miklu magni áður, það dugar yfirleitt bara smá gusa á þetta sífulla, mígandi lið í miðbænum um helgar. Þeir hafa líka verið mjög duglegir að æfa sig eftir að þeir heyrðu því fleigt að það ætti að koma upp leyniþjónustu og heimavarnarliði. Þeir vildu bara sýna dómsmálaráðherra að þeir væru starfinu vaxnir. Bara svekkjandi að stuðbyssurnar voru ekki komnar

Blm.: En ekki á að halda svona áfram eftir þau hörðu viðbrögð sem komið hafa fram?

Lögr.stj.: Í mínu ungdæmi þótti ekkert athugavert við smá hörku, það sýnir bara hver ræður. En það eru einhverjir metrómenn og kellingar sem vilja að farnar verði aðrar leiðir. Ætli maður gefi því ekki séns þó ég viti alveg að það virkar ekki að taka á ofbeldisbullum með silkihönskum

Blm.: Og hvaða leiðir eru það?

Lögr.stj.: Næst verður Lögreglukórinn sendur á vettvang og mun taka nokkur vel valin lög eins og Brennið þið vitar og Hamraborgina. Ef það dugar ekki til að stökkva mönnum á flótta þá mun Leikfélag lögreglumanna stíga fram og taka nokkra kafla úr Hamlet og Gullna hliðinu. Þá ættu nú flestir að vera búnir að gefast upp. Neiðarúrræðið er svo að senda félaga úr Hvítasunnusöfnuðinum á vettvang til að fara með Biblíutilvitnanir og leggja út frá einhverju guðspjallinu og taka svo nokkur hress lög í lokin. Svo verður öllum boðið upp á spæld egg


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: halkatla

þú ert snillingur

halkatla, 28.4.2008 kl. 22:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband