Tölvuleikir fyrir alla

Ég hef lengi verið þeirrar skoðunar að fólk sem hangir í tölvuleikjum
a) þurfi að hvíla heilann og slökkvi því á honum á meðan og leyfi frumhvötunum að taka stjórnina,
b) sé að fá útrás fyrir innbyrgða ofbeldishneygð. Í stað þess að lumbra á saklausum borgurum, keyra niður gamalmenni í göngugrindum og limlesta stöðumælaverði in real life þá er það gert í einhverjum tölvuleik
c) séu þunglyndir unglingsstrákar með minnimáttarkennd, táfýlu, frjálslegan vindgang, bóluvandamál og yfirgengilegar áhyggjur af því hvað þeir eru snautlega vaxnir niður miðað við hunkin á klámsíðunum sem þeir skoða milli þess sem þeir spila tölvuleiki og éta pizzur
d) menn á þrítugs og fertugs aldri sem eiga ekkert líf og eru enn að velta fyrir sér af hverju kærastan dömpaði þeim

Ég verð reyndar að viðurkenna að ég hef aldrei á æfinni spilað tölvuleik væntanlega vegna þess að ég hef enga þolinmæði í að finna út nýjar og nýjar aðferðir til að myrða geimskrýmsli eða skæruliða til að geta klárað leikinn. Þetta er svona svipað og þegar ég ætlaði að læra á gítar. Þegar ég gat ekki spilað Smoke on the water eftir 10 mínútur þá missti ég þolinmæðina og gafst upp. En ég hef heldur ekki búið í helli undanfarin ár þannig að ég veit svo sem út á hvað þetta gengur. Þó að blóðugt ofbeldi sé alltaf vænlegt til vinsælda og nöfn eins og Killzone, World of warcraft, Army of two og fleira uppbyggilegt hringi bjöllum hjá mörgum þá er þetta nú ekki allt þannig.

Það eru allskonar íþróttanördaleikir líka og krúttlegir leikir með hoppandi apaköttum og syngjandi mörgæsum. En það vantar fleiri einhverja svona frumlega leiki eins og þennan pissuleik sem minnst er á í fréttinni. Hvernig væri t.d leikur sem gengi út á það að þú ert að keyra risastóran valtara og ert að elta bleika og blá hnoðra sem snúast í hringi og syngja Júróvisjónlög. Þú átt að reyna að keyra yfir sem flesta en þeir eiga að reyna að drepa þig með því að kyrkja þig með grænum spandexbuxum eða stinga úr þér augun með hælaháum skóm. Þú getur hins vegar unnið þér inn aukavopn sem eru fjarstýrð garðsláttuvél, vampýrumótorhjól og mannætubrauðrist. Aðal vopnið sem vinnur leikinn samstundist ef þú nærð í það, er svo málhaltur borgarstjóri sem talar í svo mikla hringavitleysu að hnoðrarnir missa vitið og springa í loft upp.
Þarna er búið að sameina krúttlegu hliðina og ofbeldið og ná þannig að höfða til ólíkra hópa tölvuleikjanörda þannig að ég sé ekki annað en að þessi leikur eigi eftir að verða instant hit


mbl.is Frumlegur tölvuleikur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

 Ég er þeirrar skoðunnar að þú sért fórdómafull leiðindarkelling sem veist ekkert um hvað þú ert að tala...

a)Margir leikir krefjast mikillrar hugsunar til að komast í gegnum, þar sem leysa þarf þrautir og margt í áttina að því. Einnig hafa rannsóknir leitt í ljós að tölvuleikir skerpi heilann og auki "hand to eye cordination" (kann ekki að íslenska þetta). Krakkar sem spilað hafa sögulega leiki, eins og herleiki, hafa sýnt sögukennslu meiri áhuga fyrir vikið.

b) Er þá ekki skárra að þeir geri það í tölvuleiknum en í alvörunni? Þessir svokölluðu fjöldamorðingjar sem sitja með stýripinnan heima hjá sér?

c) Ég spila tölvuleiki reglulega og er nokkuð bjartsýnn maður, löngu kominn yfir unglingabólustigið, rek nú ekkert meira við en næsti maður og þeir kvenmenn sem ég hef verið með hafa ekki kvartað yfir stærðinni hjá mér...

d) Þekki nú marga harðgifta á menn á fertugsaldri sem hafa gaman að tölvuleikjum.

"Ég verð reyndar að viðurkenna að ég hef aldrei á æfinni spilað tölvuleik"

 Já það sést á þessum skrifum þínum 

Svabbi (IP-tala skráð) 20.5.2008 kl. 00:05

2 Smámynd: Grumpa

Bwwaaahhhaaahhaaaa :D !!!! einn voða sár! giska á að hann tilheyri flokki d)

...og ég veit alltaf um hvað ég tala og meina hvert einasta orð from the bottom of my heart!

Grumpa, 20.5.2008 kl. 13:02

3 Smámynd: Ellý

En hvað með allar stelpurnar sem elska tölvuleiki?

Ellý, 20.5.2008 kl. 14:16

4 identicon

Tek undir hvert orð Grumpa.

Olsen Olsen (IP-tala skráð) 20.5.2008 kl. 21:08

5 identicon

Sár? Nei þú misskilur. Ég er að gera grín af heimsku þinni. Og þú mátt þakka fyrir að ég snerti ekki á síðari hluta þessa "greinar" þinnar, sem er einhver lélegast tilraun til að vera fyndin sem ég nokkurn tíman séð. Segðu mér, hvernig stendur á því að þú ert fullkomlega fær um að tjá þig á góðri Íslensku...en samt meikar það sem þú skrifar álíka mikinn sens og eitthvað sem kæmi út ef þroskaheftur simpsansi yrði fenginn til að skalla lyklaborð á handahófskenndann hátt?

Svabbi (IP-tala skráð) 20.5.2008 kl. 21:47

6 Smámynd: Grumpa

Svabbi minn þú ert ágætur :) haltu bara áfram í Counter Strike og láttu mig ekki trufla þig. það eru m.a.s til fullkomlega gagnkynhneigðir karlmenn sem gaman af James Blunt og Júróvisjón og að sama skapi til konur sem vita muninn á tvígengis og fjórgengis mótor þannig að þú ættir alls ekkert að skammast þín fyrir tölvuleikjaáhugann

Grumpa, 20.5.2008 kl. 23:50

7 Smámynd: Kristján Kristjánsson

Vó Grumpa! Þú hefur greinilega hitt á veikan blett

Kristján Kristjánsson, 21.5.2008 kl. 17:02

8 identicon

Langt síðan ég hef hlegið svona mikið! Snilld Grumpa!!!  

Björg Ásdísardóttir (IP-tala skráð) 21.5.2008 kl. 17:09

9 identicon

Nonnososso Grumpa... það er aldeils að menn eru hörundssárir...  hann jafnar sig vonandi fljótlega þannig að hann geti nú haldið áfram að drepa fólk í Grand Theft Auto númer skrilljón.

Londonia (IP-tala skráð) 22.5.2008 kl. 15:33

10 Smámynd: Ruth Ásdísardóttir

Æðisleg bloggfærsla hjá þér Grumpa! Og æðislegt hvað sumir geta verið hörundssárir :P Viltu blogga meira um tölvuleiki?

Ruth Ásdísardóttir, 22.5.2008 kl. 18:58

11 identicon

http://blog.wired.com/games/2008/03/38-percent-of-g.html

A recent list of facts published by the Entertainment Software Association reveals that 38 percent of gamers are women, despite common stereotypes that say otherwise.



Their numbers also point out that female gamers over the age of 18 make up 31 percent of all gamers, a larger percentage than that of male gamers under the age of 17 (20 percent), a group traditionally seen as the majority.



Also of note is the fact that the average age of the typical gamer is 33.



More importantly for those marketing types out there, the average age of the most frequent game purchaser is a positively geriatric 38, and during 2007, 80 percent of console game purchasers were over the age of 18.



Interestingly, the ratio of female to male gamers and the average gamer's age seems to have stagnated over the last few years as the ESA's own numbers show an almost imperceptible change.

 

lestu þetta vinan (IP-tala skráð) 31.5.2008 kl. 18:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband