25.3.2007 | 23:57
Alvarlega bloggið?
Þar sem ég hef stofnað þetta blogg væri kanski ekki svo vitlaust að skrifa eitthvað, eða hvað? Þar sem ég er nú þegar með annað blogg í gangi (sjá tengilinn "The other me" hér til hliðar) var ég að hugsa um að hafa þetta eitthvað öðruvísi. Djúpar pólitískar pælingar, hugrenningar um hnattvæðinguna eða gáfulegar athugasemdir um Kafka eða James Joyce...ZZZZZZZZZZ...... En hey, það er örugglega nóg af fólki sem nennir því svo ég ætla að halda mig við eitthvað skemmtilegt. Það slæðist kanski smá pólitík hér inn þar sem kjarnakonan hún Thelma er á leiðinni á þing fyrir Vinstri hreyfinguna Bleika Fíla auk þess sem ég hef mjög ákveðnar skoðanir á mönnum og málefnum.
Það eru eflaust margir sem ekki hafa enn gert upp við sig hvað þeir ætla að kjósa í komandi kosningum. Ég fór því á stúfana og kynnti mér stefnuskrá flokkanna. Byrjum á Vinstribandalaginu:
Þar segir meðal annars að Vinstrihreyfingin Bleikir Fílar ætli að beita sér fyrir jafnrétti og bræðralagi, ást og umhyggju ásamt almennri fegurð að innan sem utan. Þá mun Vinstrihryfingin Fjólublátt Ljós við Barinn beita sér fyrir því að ekki verði framar skert hár á höfði einnar einustu þúfu á Íslandi og litlu sætu trén og blómin fái að vaxa og dafna í friði fyrir alþjóðlegum auðhringjum sem hafa mannhatur og skemmdarfísn eina að leiðarljósi. Einnig mun Vinstrihreyfingin Rauðir Hundar leitast við að jafna hlut karla og kvenna og með það að leiðarljósi verða karlar skikkaðir til að ganga um á háum hælum, þvo þvott og fara með börnin í stórmarkaði síðdegis á föstudögum. Vinstrihreyfingin Purpla Haze mun heldur ekki skorast undan ábyrgð þegar kemur að utanríkismálum og hefur ákveðið að senda fulltrúa á næstu Júróvisjónkeppni.
Næst verður það Frjálslýndi flokkurinn svona áður en hann gufar upp.
Ég var í London um daginn. Mikið fjör og mikið gaman (meira um það á "The other me" mjög bráðlega). Ég rak m.a nefið inn á einn eða tvo pöbba og allsstaðar var verið að sýna krikket enda heimsmeistaramót í gangi. En ég spyr bara si svona, skilur einhver þessa íþrótt? OK, ég hef fattað það að aðal atriðið er að einn í öðru liðinu kastar kúlu og reynir að hitta í eitthvað prik en einn úr hinu liðinu reynir að slá kúluna í burtu. En hvað gera þá allir hinir?? Sitja upp í stúku og drekka te og borða kex? Og hver getur tekið íþrótt alvarlega þer sem er ekki stoppað í stutt leikhlé heldur farið í mat og kaffi og þar sem dómarinn er klæddur eins afgreiðslumaður í fiskbúð?
Svo er það stigagjöfin. Tók eitt dæmi úr þessari keppni:
Bangladesh: 96-3 ( 17.3 overs )
Bermuda: 94-9 ( 21.0 overs )
Hvor vann??
Athugasemdir
Kannski vann karlinn í fiskbúðinni :)
Thelma Ásdísardóttir, 26.3.2007 kl. 00:45
Vertu annars velkomin á moggabloggið Grumpa. Gaman að sjá þig hér. ég treysti því að þú verðirstillt og prúð með eindæmum :)
Thelma Ásdísardóttir, 26.3.2007 kl. 08:23
Velkomin á Moggaloggið Grumpa! Það verður gaman að fylgjast með þér hérna á eilítið alvarlegri bloggheimum.
Ruth Ásdísardóttir, 26.3.2007 kl. 20:37
Bermúdaskálinn vann
Drifa Sig (IP-tala skráð) 26.3.2007 kl. 21:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.