Útlendingar

Ég er búin að komast að því að við Íslendingar getum verið óttalegir hræsnarar og skítapakk þó við sjálf séum sannfærð um að við séum Guðs útvalda þjóð. Eins sorglegt og það nú er þá virðast peningar skipta öllu í þessu litla þjóðfélagi okkar. Enginn er maður með mönnum nema eiga hús upp á 150 millur, hlut í minnst 5 útrásarfyrirtækjum og geta boðið upp á útbrunnar stórstjörnur í veislum. Það er öllum orðið skít sama um náungann og þykir það orðið meira hip og cool að hreykja sér af eigin ríkidæmi með hömlulausum fjáraustri í eigin hégóma en að láta eitthvað af hendi rakna til þeirra sem minna meiga sín.
Þeir sem eru lægst settir í þjóðfélagsstiganum á Íslandi í dag eru útlendingarnir sem koma hingað til að vinna og lifa í voninni um betra líf fyrir sig og sína. Erfiðustu og verst borguðu störfin eru unnin af útlendingum svo við getum setið í fínu jeppunum okkar og skutlast í bústaðinn eða veiðiferðina um helgar. Og kunnum við að meta þetta framlag? Nei, því miður. Við lítum niður á þessa gesti okkar og komum oft illa fram við þá auk þess sem heill stjórnmálaflokkur byggir tilvist sína á hatri í þeirra garð. Hér eru Pólskir verkamenn sem hýstir eru í iðnaðarhúsnæði við ömurlegar aðstæður út um allan bæ svo ekki sé minnst á þá sem eru látnir dúsa í gámum og eru svo rukkaðir um tugir þúsunda fyrir "húsnæðið". Sorglegasta dæmið af öllu eru auðvitað vinnubúðirnar fyrir austan þar sem öllum virðist vera sama um aðbúnað og hollustuhætti svo framarlega sem það kemst ekki í blöðin.
Ég legg til að við hugsum alvarlega okkar gang nema auðvitað að okkur finnist þetta bara alveg í fínu lagi

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristján Kristjánsson

Innilega sammála Grumpa. Það er ótrúlegt hvernig við komum fram við gesti okkar. Það mundi nú eitthvað heyrast ef komið væri svona fram við okkur í útlöndum. Hræsni er rétta orðið.

Kristján Kristjánsson, 24.4.2007 kl. 20:53

2 identicon

Já, alveg sammál ... þótt ég hefði ekki notað sjálf svona krassandi orðalag. Ekki gleyma heldur þeim sem þykjast vilja nýbúum og öðrum útlendingum vel en tala alltaf niður til þeirr eins og þau séu börn. Það þarf auðvitað útlending á þing takk fyrir.

Linda Ásdísardóttir (IP-tala skráð) 24.4.2007 kl. 22:21

3 Smámynd: Thelma Ásdísardóttir

Já, fólk af erlendum uppruna er orðin stór hluti af af Íslendingum og eiga að sjálfsögðu að njóta allra þeirra sömu réttinda og aðrir Íslendingar og fá að taka þátt í stjórnsýslu, þingsköpum og öðru. Góður pistill Grumpa.

Thelma Ásdísardóttir, 25.4.2007 kl. 21:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband