17.5.2007 | 13:21
Björk
Eftir því sem Kiddi segir er nýja platan með Björk að gera stormandi lukku úti í hinum stóra heimi (og ekki lýgur hann) Þar sem það er stundum hlustað á Rás 2 á mínum vinnustað þá hef ég heyrt slatta af lögunum og mörg þeirra eru hinar fínustu lagasmíðar. Það eru bara útsetningarnar sem eru ekki minn tebolli. Call me old fashioned en hvað er málið með undirspil sem samanstendur af ýskri, surgi og prumphljóðum framleiddum í tölvu?! Eflaust mjög frumlegt en fyrir fólk eins og mig sem finnst venjuleg hljóðfæri ennþá nokkuð skemmtileg apparöt þá er þetta frekar pirrandi
En Björk má vera skrítin. Þetta þætti líklega ekki alveg jafn hip og kúl ef nýja platan með Sálinni væri svona.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.