25.5.2007 | 01:15
Ungfrú Ísland
Eitt af því sem ég geri þegar ég hef ekkert sérstakt að gera er að hanga á netinu og skoða allskonar heimasíður svona just for fun. Mér datt t.d núna áðan í hug að skoða ungfrú ísland síðuna, just don´t ask me why Þar er sem sagt hver og ein með sína bloggsíðu svo fólk geti kynnst persónunni betur. Fyrir utan það að allar þessar ungu stúlkur eru eins nema nokkrar eru dökkhærða þá hafa þær allar það sama að segja fyrir utan eina sem var aðeins öðruvísi Hér er það sem hún hafði að segja |
Ég er 19 ára stelpa (annars væri ég líklega ekki hér, stupid) sem stundar nám í líffræði þar sem mig dreymir um að verða líksnyrtir auk þess sem ég hef unnið hjá Meyndýraeyði Reykjavíkur undanfarin sumur. Mekilegt hvað rottur eru gáfuð dýr. Ég hef æft glímu í rúmlega 6 ár og einnig magadans í nokkur, en núna kýs ég frekar að hanga bara heima fyrir framan sjónvarpið og borða nammi. Ég er elst af þremur systkinum. Ég á tvo bræður, Hagbarð og Langbarð . Í sumar mun ég verða í þremur störfum, nuddari hjá Kraftlyftingasambandinu, rótari hjá Sálinni og svo ferðast ég um landið og sel nefháraklippur og fótanuddtæki, Foreldrar: Jói svarti og Gulla bongó (þekkjast best undir þessum nöfnum á Trékyllisvík þar sem ég ólst upp) Nám-vinna: Sjá að ofan Áhugamál: hef alltaf heillast af dánu fólki, hef líka gaman af færeyskum þjóðdönsum og netahnýtingum og safna gömlum breikdansplötum og myndum af brunahönum Draumastarfið: Tvímælalaust líksnyrtir eða þá baðvörður Draumabíllinn: Gulur Volvo Amazon árgerð 1967 og svo langar mig líka ógeðslega mikið í Massey Ferguson traktor með ámoksturstækjum Hvað er fegurð?: Fegurð getur birst í mörgum myndum. Það er t.d mikil fegurð í ungverska þjóðsöngnum, vel löguðum eyrnasneplum eða 16" pizzu með pepperoni og ansjósum Áttu gæludýr?: nei, en mig langar rosalega í kærasta Hvernig er rómantískt kvöld? Rómantískt kvöld fyrir mér, er snarkandi arineldur, Playstation og kippa af bjór Hvernig ætlar þú að slá í gegn? Með því að hlaupa allsber inn á völlinn í næsta landsleik Hvern myndirðu helst vilja hitta? Ég myndi helst vilja hitta Jóga björn eða þá David Hasselhoff |
Athugasemdir
Grumpa, hvaða síðu varst þú eiginlega að lesa?
Drifa Sig (IP-tala skráð) 25.5.2007 kl. 18:51
Ha ha! Ég myndi kjósa þessa konu, skil samt ekki alveg af hverju hún myndi vilja taka þátt í fegurðarsamkeppni? Kannski hafði hún ekkert betra að gera á milli glímuæfinga :)
Thelma Ásdísardóttir, 27.5.2007 kl. 14:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.