28.5.2007 | 20:35
Teletubbies
Þar sem ég á engin börn og þarf þar af leiðandi aldrei að sitja undir mis vondu barnaefni í sjónvarpinu eða hlust á mis óþolandi barnalög þá ákvað ég að kynna mér þetta fyrirbæri, Teletubbies aðeins nánar og dæma sjálf um það hvort þetta á við einhver rök að styðjast.
Ég byrjaði náttúrulega á því að skoða mynd af fyrirbærinu sem ég læt fylgja með hér til hliðar öðrum í sömu aðstöðu til fróðleiks. Bara með því að skoða þessa mynd er augljóst að það er eitthvað bogið við þetta allt saman. Eru foreldrar virkilega svona úrvinda og dasaðir að þeir eru ekkert að spá í því hvað krakkarnir horfa á svo framarlega sem það eru teiknimyndir. Það sést langar leiðir að þessi Drinky Winky er ekki bara gay heldur líka klæðskiptingur. En er það bara ekki allt í lagi? Ég myndi hafa miklu meiri áhyggjur af þessum græna og rauða. Ég meina, Ho og Tipsy! Alveg dæmigert fyrir fordómafulla ameríkana sem mér skilst að hafi byrjað að setja út á Drinky Winky að finnast ekkert athugavert við að annar sé bitta en hinn sé í frekar vafasömum bissness. Þú getur verið vændiskona, ofbeldisseggur, klámhundur, mannræningi, fjöldamorðingi og hver veit hvað og enginn skiptir sér af því en ef þú ert gay...ó mæ god!!
En þar sem þessir þættir eru búnir til af einhverjum hámenntuðum atferlissálfræðingi þá hlýtur að vera dýpri meining í þessu öllu. Nema bara að þetta hafi verið samið í stundarbrjálæði. Höfundurinn (Dr. Bobby) hefur tekið að sér að gera barnaþátt fyrir BBC. Eftir að hafa velt þessu fyrir sér í 2 mánuði og ekki komist að neinni niðurstöðu og hann á að skila uppkasti daginn eftir ákveður hann í panik kasti að detta bara í það og gefa skít í allt saman. Bobby fer því með félögum sínum á pöbbinn þar sem hann drekkur ótæpilega af Margaríta, hittir þar einhverja lausláta drós og saman enda þau á slísí gay bar þar sem klæðskiptingur í fjólubláum satíngalla sem kallar sig Winky (en heitir raunverulega Harald) er að syngja Abba lög. Svo reykja þau ógeðslega mikið af hassi og fá öll guluna (þaðan kemur Taa Taa, þessi guli inn í myndina). Í tremmanum daginn eftir kemur hann svo upp með þessa sögu og öllum miðaldra köllunum hjá BBC finnst þetta bara nokkuð sniðugt
![]() |
Pólsk yfirvöld rannsaka hvort Stubbarnir séu samkynhneigðir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
haha ja.. eg bloggadi ein mitt um etta sama malefni fyrir eikerju sidan :D
en eg er svo sammala ter... so what ad dinky winky se gay.. samkyneigd er bara rosalega algengt.. kanski hjalpar etta lika krokkum ad atta sig a ti i farmtidini hvad tad vill -.- ea madur veit aldrei :)
Atli Freyr Arnarson, 1.6.2007 kl. 16:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.