Topp 5 listinn í dag

 

Hér til hægri er hægt að sjá tónlistarspilara og þar hef ég sett inn 5 lög sem eru að rúlla reglulega í iPodinum núna.

Fyrsta lagið er með bandi sem heitir Black Stone Cherry. Þessir ungu menn koma frá Kentucky og spila old skool rokk í  70s anda. Mér finnst 70´s rokk æði og er því að fíla þetta band vel. Maður dettur niður á allskonar svona hljómsveitir ef maður les snilldarblaðið Classic Rock. Mæli eindregið með því.

Lag tvö er ekta  70s. Rumours með Fleetwood Mac er ein af mínum uppáhalds plötum. Þetta lag, Silver springs var þó ekki á plötunni heldur var upphaflega bara gefið út sem smáskífa. Það er þó að finna á tvöföldu endurútgáfunni af Rumours frá 2004 ásamt ýmsu öðru aukaefni. Skil bara ekki af hverju þetta lag var ekki á plötunni í upphafi því hér er Stevie Nicks alveg mögnuð í frábæru lagi

Lag þrjú er af sólóplötunni með Hafdísi Huld. Mjög fín plata þó þetta lag finnist mér vera outstanding. Fyrir fólk með slappt langtímaminni þá var Hafdís Huld í Gus Gus í korter eða eitthvað álíka lengi

Lag fjögur er svo algjörlega allt önnur ella. Lightning Bolt er fyrir mörgum örugglega bara noize frá helvíti en þetta lag finnst mér vera gargandi snilld. Og spáið í því, einu hljóðfærin eru bassi og trommur! Spilist mjög hátt!

Síðasta lagið eiga svo frændur okkar Svíar í hljómsveitinni Mustasch. Stór merkilegt hvað kemur mikið af góðum rokkböndum frá Svíþjóð. Kanski næsti Topp 5 listi verði bara með sænsku eðalstöffi. Ekki sem verst hugmynd

Ég hvet fólk endilega til að tékka á þessum hljómsveitum, þ.e þeim sem það þekkir ekki nú þegar


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristján Kristjánsson

Ahh þetta líkar mér. Grumpa að blogga músík. Black Stone Cherry lagið var snilld :-) Þarf að tékka á þeim. Fleetwood og Hafdís þekki ég og fíla bæði.

Ég er margoft búinn að reyna koma mínum spilara í gang en ekkert gengur! Góð ráð vel þegin. Það kemur alltaf upp einhver villa :-(

Ég var ekki búinn að taka inn sterana í kvöld þannig ég náði ekki að tengja mig við Lightning Bolt. Textinn hjá Mustasch er snilld :-) Gott lag!

Kristján Kristjánsson, 30.5.2007 kl. 23:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband