sænsk tónlist

ABBAÉg minntist á hljómsveitina Mustasch hérna um daginn og leyfði ykkur að heyra lag með þessari eðal sveit. Þar sem þeir eru sænskir þá datt mér í hug að hafa þennan playlista al-sænskan enda af nógu að taka. Hvað svo sem segja má um Svía þá kunna þeir að búa til tónlist. Tónlistarbransinn er líka heilmikill bissness í Svíþjóð og tónlistariðkun er gert hátt undir höfði. T.d er tónlistarkennsla í öllum grunnskólum og eiga skólarnir hljóðfæri til að lána nemendunum og mörg sveitarfélög eiga húsnæði sem hljómsveitir geta æfti í ókeypis eða fyrir lítinn pening.

Útflutningsverðmæti sænska tónlistariðnaðarins hefur verið rúmir 4 milljarðar sænskra króna (yfir 40 milljarðar ísl.króna) að meðaltali síðastliðin 10 ár. Þá á eftir að telja innlenda veltu! Það er til mikið af hæfileikaríku tónlistarfólki á Íslandi og við meigum margt að Svíum læra þegar kemur að því að styðja við bakið á því. Það er til margt fleira en álver og stóriðja.

Anyway, frægust allra sænskra hljómsveita er auðvitað ABBA. Hreinir snillingar í melódíum. Og videokvöldið hjá Kidda þar sem við horfðum á ÖLL myndböndin með ABBA í einni bunu er ógleymanlegt LoL. Europe, hver hefur ekki heyrt Final countdown? Roxette eiga endalust af smellum. Og svo kunna þessir djöflar svo sannarlega að spila rokk. Refused, Opeth, Entombed, Meshuggah, Hives, Amon Amarth, Cult of Luna, Spiritual Beggers, Sahara Hotnights, Hellacopters, In Flames, International Noise Conspiracy, Mustasch, Division of Laura Lee, Backyard BabiesThe Haunted...

Fyrsta lagið er auðvitað með ABBA. Ég held að þetta sé bara uppáhalds lagið mitt með þeim, "Knowing me, knowing you" af snilldar plötunni Arrival sem ætti að vera til á hverju heimili

Dozer eru eðal stoner, komu og spiluðu á Gauknum í fyrra eða árið þar áður

Gluecifer eru með smá norsku ívafi. Platan sem þetta lag er af, Automatic thrill er mögnuð. Pínulítið í áttina að Hives nema bara miklu betri

Meshuggah er band sem hljóðfæraleiksnördar missa vatnið yfir. Afskaplega flinkir og geta spilað 5 milljón nótur mínútu, gott band engu að síður

Shotgun Messiah var merkileg hljómsveit. Byrjaði sem glamband dauðans með spandexi og netsokkabuxum og öllu tilheyrandi. Urðu svo allt í einu industrial metal band og svo bara plein rokkband. Aðal gaurinn kallaði sig Tim Tim á glam tímabilinu, heitir Tim Skold og er núna að spila með Marilyn Manson. Þetta lag er frá industrial tímabilinu

Næsti playlisti verður með all time favourite lögunum mínum. Lög sem mér finnast alltaf jafn fáránlega góð sama hvað ég er búin að heyra þau oft. Að stytta listann niður í 5 kvikindi verður að vísu mikill höfuðverkur. En sjáum hvað setur

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ekki gleyma allri "folkmusikinni" frá Svíþjóð.
En það er rétt að tónlistarflóran þar er mjög spes. Hef verið soldið þarna úti, en hef nú samt ekki kynnt mér þessar hljómsveitir sem þú talar um.
Ég kannski nota þig sem haldreipi í því.

Maja Solla (IP-tala skráð) 8.6.2007 kl. 10:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband