reykingar

Höfum það strax á hreinu, ég þoli ekki reykingar! Til að útskýra það nánar hvað ég þoli ekki við reykingar þá er það auðvitað ólyktin og sóðaskapurinn af þessu. Mér er nákvæmlega sama um heilsu reykingamannsins, fólk má reykja sig til dauða fyrir mér svo framarlega sem það gerir það einhversstaðar annarsstaðar en þar sem ég er. smoking

Skoðum þetta fyrirbæri, reykingar, aðeins nánar. Hvaða vanvita datt það einfaldlega í hug in the beginning að rúlla upp laufblaði, kveikja í því og anda að sér reyknum? Þið reykingamenn segið mér eitt, fannst ykkur fyrsta sígarettan alveg geggjuð upplifun og gátuð ekki beðið eftir að kveikja í næstu? En ef ekki, af hverju í fjandanum hélduð þið þessu þá áfram? Þetta er svona svipað og ef ég tæki upp á því að fara að borða álpappír, það væri helvíti vont að bíta í hann fyrst en svo myndi það örugglega venjast og ég gæti farið að bryðja heilu rúllurnar og  þætti það ógeðslega svalt og væri ekkert að spá í því að ég gerði ekkert nema reka við af þessu öllum í kring um mig til ama og dræpist að lokum úr meltingartruflunum. Það er einhvernvegin álíka svalt og að vera með gula putta, brúnar tennur, að drepast úr hósta og lykta eins og ruslatunna sem hefur ekki verið losuð almennilega síðan um páska fyrir utan að það er fokdýrt að stunda þennan ósið.

En reykingamönnum til vorkunar þá er eitthvað ávanabindandi dæmi í tóbaki og fyrst þeir voru nógu vitlausir til að byrja á þessu þá getur reynst erfitt að hætta. En eins og ég sagði þá varðar mig ekkert um heilsu reykingamannsins, þetta er hans val, en væri ekki hægt að hafa tóbak í einhverjum öðrum neyslueiningum en þannig að það þurfi að svæla því yfir alla nærstadda? Er ekki hægt að útbúa það þannig að það er étið? Tóbakssamlokur, tóbakstöflur, tóbaksdrykkir. Þá mætti fólk nota tóbak eins mikið og það gæti í sig látið fyrir mér.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Var ekki einhver Dani að þróa reyklausa sígarettu?

Maja Solla (IP-tala skráð) 14.6.2007 kl. 23:01

2 Smámynd: Atli Freyr Arnarson

jams mikið til munns tekið seigji eg nu bara.. hehe

en mér list vel á álpappírs hugmyndina þina og eg styð þig fullkomnlega

en mér til varnar þar sem eg er stórreykjingarmaður..
þa byrjaði eg utaf það var virkilega kúl að reykja 12 ara gamall.. hanga með "kúl" fólkinu og vera álitinn sem glæpó.. og það var nottlega þvílik spenna í því að halda þessu leyndu fyrir foreldrunum.. sem ja erm var nu ekkert mikið leyndarmal til lengdar.. en síðan kom að því að hætta þessari vitlausu.. þá bara var það ekki eins og seigja það.. og líka þetta er bara svo rosalega gott  róar mann og svona.. en ef ég hugsa aðeins þá róar þetta mann ekkert serstaklega því þegar nikótín þorfinn er kominn þá hækkar blóðþrýstingurinn og allt  fer a fullt  og þegar maður fær ser rettu þa lagast allt í svona u.m.þ 1 klst til 2 max

Atli Freyr Arnarson, 15.6.2007 kl. 03:04

3 Smámynd: Thelma Ásdísardóttir

Grumpa! Það á að nota álpappírinn á grillið!!! Ég er margbúin að segja þér að það á ekki að tyggja álpappír! :)

Thelma Ásdísardóttir, 15.6.2007 kl. 12:36

4 Smámynd: Atli Freyr Arnarson

hahahahaahahahaahaha

Atli Freyr Arnarson, 16.6.2007 kl. 21:24

5 Smámynd: Lauja

Góð !  - álpappír - snilld að láta sér detta það í hug !

Lauja, 20.6.2007 kl. 23:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband