bókmenntir

crueÉg er í afskaplega skemmtilegum lesklúbbi sem heitir Skruddurnar. Þar hittist fólk einu sinni í mánuði og diskuterar þá bók sem ákveðið var að lesa, treður sig út af góðgæti í boði gestgjafans og tapar sér svo í samræðum um allt milli himins og jarðar. Mér finnst voða gaman að lesa og ég set ekkert fyrir mig nema það að sagan sé skemmtileg og/eða áhugaverð og haldi mér við efnið. Ég hef t.d afskaplega gaman af rokkælusögubókum eins og ég hef gaman af Isabel Allende og John Irving.

Rokkælusögur eru oft mjög áhugaverðar lesningar, bæði drepfyndnar og sorglegar í senn. Þar eru menn að lýsa lífi sem við venjulega fólkið komum aldrei til með að upplifa og er oft ótrúlegra en verstu lygasögur. Í stuttu máli fjalla þessar bækur um þrenninguna heilögu, sex, drugs and rock´n´roll á mis opinskáan hátt. Þær segja frá uppvexti hetjunnar og hvernig hún breytist smá saman úr saklausum smábæjardreng (þar sem í lang flestum tilvikum eru það karlmenn sem eru að tjá sig) í snarbilaðan sukkara með snert af geðklofa, áfengissýki og óyfirstíganlega fíkn í allskonar ólyfjan, gjörsamlega búinn að tapa öllu raunveruleikaskyni og með paranoju á háu stigi. En hann veður samt í kvenfólki, á 8 bíla, 4 einbýlishús, 46 gítara og einkaþotu eða allt þar til hann hefur mokað öllu andvirðinu upp í nefið á sér.

Sú bók sem toppar allar aðrar í lýsingum og ótrúlegum lifnaði þeirra sem þar segja sögu sína er auðvitað bókin The Dirt þar sem meðlimir Mötley Crue segja allt, líka það sem við vildum ekki vita. Mér fannst þessi bók snilld! Ég er m.a.s að hugsa um að lesa hana aftur bráðlega. Ekki bara að þessi bók fái 10 fyrir skemmtanagildi þá er hún heimild um tímabil í tónlistarsögunni sem var vægast sagt súrt, þ.e glysrokktímabilið í kring um 1980-85 þar sem karlmenn gengu um í háum hælum, málaðir eins og dragdrottningar á vondum degi og hikuðu ekki við að láta sjá sig í netsokkabuxum og spandexbrókum

Fyrir ykkur sem ekki hafið lesið þessa bók er hér örlítill kafli. Mötley Crue eru sem sagt að spila á Monsters of rock festivalinu í Bretlandi ásamt Van Halen, AC/DC og mörgum fleirum og það er Nikki Sixx sem er að segja frá:

"I was so drunk and coked up at the first show that I walked up to Eddie Van Halen and tackled him. Then I reared my head up, lifted his shirt and sank my teeth into his bare stomach. "What the fuck is wrong with you?" his wife bellowed. "Biting my husband? You fucking freak!"

Eddie stood up, dusted himself off and narrowed his squinty eyes. I couldn´t tell whether he was turned on or offended. Before I had a chance to apologize, Vince ran up to him like a savage dog and sank his teeth into his hand. And that threw his wife into hysterics.: Nobody bites the hand that Eddie Van Halen uses to play guitar with.

I must have bitten Angus Young too, because his brother Malcolm walked up to me in rage. I was wearing platform boots and Malkolm´s face (he is not very tall you know) was eye level with my belly button. "You fucking bastard." he roared at my navel. "You can bite my brother, fine! But if you fucking bite me, I´ll bite your fucking nose off, you dog-faced faggot."

I think I said something like "you and what stepladder," because before I knew it, he was attacking me, climbing up my leg and clawing at my face like a crazed cat"

Tær snilld LoL

Hér til hliðar í spilaranum eru svo nokkrir sígildir glam metal slagarar sem bæta, hressa og kæta


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Atli Freyr Arnarson

hahahahhahahahahhahahhaa.. klassik

Atli Freyr Arnarson, 16.6.2007 kl. 21:22

2 Smámynd: Thelma Ásdísardóttir

Alveg makalaust að þessir vitleysingar hafi komist lífs af eftir þetta tímabil.

Thelma Ásdísardóttir, 17.6.2007 kl. 14:26

3 identicon

Það sorglega í þessu er að sumir af þessum mönnum halda enn, 25 árum seinna, að þetta háttaleg sé cool.

Monopoly (IP-tala skráð) 17.6.2007 kl. 20:44

4 identicon

Þetta hljómar nægilega vitlaust til að hægt væri að skemmta sér yfir svona bók. Svona eins og Sven Hasel settur í rokkheiminn.....!

Linda Ásdísardóttir (IP-tala skráð) 17.6.2007 kl. 20:47

5 Smámynd: Ruth Ásdísardóttir

Ég er viss um að Malcolm hafi kicked his ass!! :)

Ruth Ásdísardóttir, 18.6.2007 kl. 16:25

6 identicon

Ekki höfum við Zorglub verið í heimsfrægum hljómsveitum en þetta hljómar einns og gott jamm hér í gamladaga,

þessir kallar eiga ekkert á okkur  í stað þess að bíta Eddie Van Halen þá bitum við bara Gunna Falk ekki slæmt það ha.

Gísli (IP-tala skráð) 20.6.2007 kl. 08:33

7 Smámynd: Grumpa

ég sé að sumir eru orðnir eldri en aðrir hérna, farnir að gleyma hvað fólk heitir og svoleiðis. Það er GULLI Falk! Og það er ekki David Bon Jovi, John Morrison eða Don Scott

Grumpa, 21.6.2007 kl. 16:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband