25.6.2007 | 20:51
ég þoli ekki....
Ég hreinlega þoli ekki þegar fólk klæðir dýrin sín í föt! Það er ástæða fyrir því að hundar og kettir eru loðnir og það er ekki bara til að geta skilið öll hárin eftir í fötum og húsgögnum. Föt eru upprunalega hugsuð til að klæða af sér kuld þar sem við mannfólkið erum ekki alveg eins loðin og kettir, fyrir utan einn og einn vel hárugan karlmann. Þessi staðreynd virðist þó oft fara fyrir ofan garð og neðan hjá mörgum eins og t.d hjá sumum aflituðum sílikonglyðrum sem skakklappast um á pinnahælum og í kjólum sem ekki ná að hylja allan rassinn og eru flegnir niður á nára um hávetur. Ef þú ert að nudd þér upp við einhverja súlu uppi í Kópavogi er þetta rétti klæðnaðurinn en ekki niðri í bæ í 18 vindstigum og snjókomu.
Dýr þurfa sem sagt ekkert á fötum að halda auk þess sem þau líta bara fíflalega út í þessum dressum sem mongólítarnir, eigendur þeirra eru að troða þeim í til að púkka upp á sína eigin hégómagirnd. Það þarf heldur enginn að segja mér að dýrunum finnist þetta æði. Veit þó ekki með þessar litlu geltandi rottur sem eru ræktaðar bara til að vera heimskar og óþolandi, þeim kanski finnst þetta ýkt svalt. Ég sæi t.d kanínurnar mínar ekki fyrir mér í köflóttri samfelli með slaufu í eyrunum. Og hvað er það að þurfa að halda á hundinum sínum í tösku! Hafa þeir ekki 4 lappir?
Athugasemdir
Grumpa mín, ertu ekki búin að fá neitt kaffi í dag?
Thelma Ásdísardóttir, 25.6.2007 kl. 23:38
...Eða sígó?
Nei veistu, ég er alveg sammála þér. Mér finnst dýrum vera sýnd alveg hrikaleg vanvirðing með þessu.
...Ef hundurinn þarf að vera í peysu á veturna, þá á hann ekki heima á Íslandi. Punktur.
Maja Solla (IP-tala skráð) 25.6.2007 kl. 23:48
Hvaða hvaða....ef maður á að fara út í úrkynjun mannsins.....Mig langar í hund sem hægt er að setja slaufu í.... :=)
Ruth Ásdísardóttir, 26.6.2007 kl. 21:44
Mini Monopoly spurði aldraða móður sína að því í morgun hvort fuglinn sem er í pössun eigi engin föt. Það hefði verið voða fyndið, ef barnið meinti það ekki í alvörunni. Hefur séð og mikið af hundum í fjólubláum jogginggöllum með eigendum sínum í alveg eins fjólubláum jogginggöllum. Hún heldur örugglega að kýrnar í sveitinni séu í stuttbuxum og ermalausum bol !!!!!
Monopoly (IP-tala skráð) 27.6.2007 kl. 21:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.