4.7.2007 | 13:45
Kaffihús...
Loksins þegar sumarið kom þá kom það með stæl. Og hvað er betra að eyða góðviðrisdögum í en að hanga á kaffihúsum og sötra bjór. Hef líka gert svolítið af því undanfarið og hefur Hressó oftar en ekki orðið fyrir valinu.
Í þessum kaffihúsaferðum mínum undanfarna daga hef ég komist að tvennu. Í fyrsta lagi þá hefur reykingabannið sína ókosti líka og í öðru lagi þá eru ekki allir unglingar (skilgreini það fólk frá ca.14 til tvítugs) óþolandi gelgjur sem kunna ekki að tala, halda að "mannasiðir" sé bara nafn á hljómsveit í Músíktilraunum, hafa ekki skoðun á neinu nema ofbeldisfullum tölvuleikjum eða varaglossi og finnst My Chemical Romance cool hljómsveit
með virkilega djúpa texta og það sem skiptir mestu máli í heiminum er hver sé með hverjum.
Byrjum á aukaverkunum reykingabannsins. Eins og ég er nú fegin að vera laus við svæluna þá fylgir þessari breytingu einn stóóór ókostur. Fólk með börn! OK, börn eru voða krúttleg og allt það á ljósmyndum og svoleiðis og þegar þau eru sofandi
en þess fyrir utan geta þetta verið hin verstu óargadýr. Sat einmitt á Hressó í gær með góðri vinkonu minni í góðum fíling að gæða mér á dýrindis eplaköku, haldiði ekki að 18 manna fjölskylda hafi hlammað sér á borðið við hliðina! Þar af voru örugglega 10 börn eða eitthvað og öll yngri en 8 ára. Og hvað gera börn yngri en 8 ára? Jú, þau príla upp um allt, troða sér undir allt, henda öllu
um koll,
öskra og garga og fá frekjuköst með mjög reglulegu millibili. Þau sem eru of ung til að fara í
eltingaleiki
þau öskra bara og garga. Svo eru náttúrulega foreldrarnir löngu orðnir ónæmir fyrir
djöfulganginum
eða eru löngu búnir að gefast upp á að hafa stjórn á skrílnum. Verstir eru samt foreldrar sem eru voða
stoltir af því hvað afkvæmið er fjörugt og duglegt og finnst ekkert tiltöku mál þó "englabossinn"
dúndri
stólum í sköflunginn á nærstöddum.
Nei annars, það eru bara næst verstu foreldrarnir.
Laaaang verstar
eru kellingar í fæðingarorlofi. Þær leggja undir sig heilu sætaraðirnar, sitja þarna yfir 1 sojalatte tímunum saman
segjandi hver annari fæðingar og hægðasögur og svo þegar minnst varir slengja þær brjóstunum
upp á borð (sem by the way eru ekki mikið augnakonfekt á þessum tímapunkti) og fara að gefa krakkanum að drekka með tilheyrandi smjatti og soghljóðum! Á svona dögum
hugsa ég
um staðinn sem ég sá úti í London þar sem stórt skylti fyrir utan benti gestum á að börn og
hundar
væru bannaðir.
Ég er ekki mikil barnakerling eins og einhver hefur kanski getið sér til nú þegar og mér finnast
unglingar
eiginlega alveg jafn óþolandi. Ég er samt búin að finna þessa einu undantekningu sem sannar
regluna.
Fór nefnilega og fékk mér dinner með aðila sem myndi aldurslega séð flokkast undir
skilgreininguna mína
á unglingi og var líklega úti á róló að borða sand þegar ég var t.d á Hróarskeldu í fyrsta skiptið og það ekki að borða sand! Gat auðveldlega spjallað í 2 klukkutíma án þess að langa til að kyrkja einhvern eða stunda annarskonar ofbeldi. Kanski kemst ég líka að því einhvern daginn að Justin Timberlake er ekki sem verstur....nahh!!
Athugasemdir
Bíddu hvað segirðu, starfarðu sem dagmamma?
Djók. Þessar nýbökuðu mæður geta einmitt verið alveg óþolandi með þetta barnabull. Því bara af því þær eru svo líbó og finnst svo æðislegt að gefa barninu bara brjóst á almannafæri, þá á bara öllum öðrum að finnast það æðislegt líka og það er gefinn skítur í blygðunarkennd annarra.
Hvað unglingana varðar, þá á ég bágt með að trúa að ég hafi verið svona fyrir nokkrum árum.
En var það nú örugglega samt.
Maja Solla (IP-tala skráð) 4.7.2007 kl. 20:56
Já, ég á fullt af börnum en fann það út að bestu staðirnir að fara með börn á er kaffaterían í IKEA og Pizza hut. Ég skil vel fólk sem er pirrað á óþekkum börnum sem fá að vaða um allt. Ég gat ekki annað en brosað þegar ég sá frétt um að einhverjir væru óánægðir með að fá ekki að taka börnin sín með sér í Saga klass hvíldarsalongen.... Það gat enginn sagt bara beint út, það sem allir vissu, að það myndu allir ríkisbubbar og bubbur hætta að nota pleisið ef stórfjölskyldur færu að venja komur sínar þarna!!!!!
Hins vegar er það þónokkuð ofstæki hjá þér að halda því fram að fólk með baranavagna eigi ekki forgangsrétt í miðborginni. (Þessu hefur Grumpa haldið fram í mörgum veislum) Hefur þú einhverntímann reynt að komast leiðar þinnar í miðbænum með barnavagn í eftirdragi... bar ósköp svipað og vera fastur í Bónus einn eftirmiðdag... helvíti á jörðu!
Linda Ásdísardóttir (IP-tala skráð) 7.7.2007 kl. 22:33
Grumpa mín, það heyrðist nú hæst í þér þegar við vorum að rökræða um reykingarbannið á kaffihúsunum og þú vildir allan reyk burt. En ég sagði þér að nákvæmlega þetta myndi gerast en þú hélst því ákveðin fram að það væri bara bull og vitleysa, hmmm... :) Er annars sammála þér með unglinginn sem þú ert að tala um, hann er æði.
Linda: Af hverju yfirhöfuð er fólk með barnavagna að troðast niður í miðbæ þegar eitthvað stendur til????? Ég bara spyr? Ég meina myndi maður ryðjast með 18 hjóla fjölbaranvagn inní Bónus á föstudags-síðdegi? Ég bara svona spái í þetta...
Thelma Ásdísardóttir, 8.7.2007 kl. 12:27
Ps. annars drepfyndinn pistill Grumpa :)
Thelma Ásdísardóttir, 8.7.2007 kl. 12:28
LOL!
Svo hjartanlega sammála með börn og nýbakaðar mæður....
Ragnheiður , 21.7.2007 kl. 20:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.