Klukk!

Ég hef tekið eftir að eitthvað klukk-æði gengur núna yfir bloggið og haldiði ekki að hún Maja Solla hafi smellt einu klukki á mig!

Maður á sem sagt að skrifa 8 hluti um sjálfan sig, klukka 8 bloggvini í sömu færslu og segja hver klukkaði mann líka. Það verður líka að skilja eftir einhvers konar klukk-komment í kommentakerfinu hjá ykkar fórnarlömbum. Ok?
Ég læt mér detta einhverjir í hug til að klukka hvort sem þeir verða 8 eða eitthvað færri

En hér eru 8 játningar:
1. Ég á ekki börn og myndi frekar gera heilaskurðaðgerð á sjálfri mér en að eignast svoleiðis
2. Ég gæti lifað á súkkulaði og ís, eingöngu
3. Mér finnst ABBA æði
4. Ég fer voða mikið eftir máltækinu "ekki gera í dag það sem hægt er að fresta til morguns"
5. Ég á ekki sjónvarp
6. Ég á ekki bíl og er "tæknilega" séð ekki með bílpróf þar sem ökuskírteinið mitt rann út fyrir meira en 10 árum síðan
7. Ég á meira áfengi uppi í skáp en boðið er upp á á meðal bar, samt drekk ég mjög sjaldan og hef ekki drukkið mig fulla í 15 ár. Finnst ég bara verða að eiga alla vega 8 tegundir af whiskey, alla mögulega líkjöra, romm og koníak o.fl. o.fl
8. Ég er trúleysingi


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

1. Eins gott að Grumpa eigi ekki 18 börn, hvar gæti maður þá komið og slappað af? 2. En hvað með indverskan mat, karabískan fisk o.s.frv.? 3. Aldrei hefði manni dottið það í hug fyrir X mörgum árum að Grumpa væri leyndur ABBA aðdáandi. 4. Stattu ekki ef þú getur setið, sittu ekki ef þú getur legið. 5. En missir af merkilegum heimildarmyndum í sænska  sjónvarpinu. 6. Grumpa keyrði einu sinni fyrir X mörgum af því að hún var búin að drekka minnst, það rann af öllum mannskapnum. Þar fór góður vodka fyrir lítið. 7. En Grumpa heldur merk partý með barinn opin, situr og sötrar sína bleiku koktela og leggur á minnið allt sem hinir fullu segja. 8. Ég trúi því.

Monopoly (IP-tala skráð) 16.7.2007 kl. 10:33

2 identicon

hæ hó

var að skoða myndirnar þínar á flick þessi nýjasta er rosalega flott frábærir skuggar /ljós , og þessir kallar í fjallshlíðinni eru ótrúlega töff:)

sjáumst síðar ;)

flury (IP-tala skráð) 17.7.2007 kl. 11:56

3 Smámynd: Halldór Sigurðsson

ok - þá er það vitað - Hvar allt búsið er hehe

Halldór Sigurðsson, 19.7.2007 kl. 17:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband