16.8.2007 | 15:57
Lögreglustjórinn
Eins og allir sem lesa DV vita þá er allt að fara til fjandans í miðbænum og glæpamenn, morðingjar og nauðgarar standa á hverju götuhorni og bíða eftir næsta fórnarlambi sem oftast eru gæðablóð og sakleysingjar úr Fellunum sem höfðu ekkert sér til saka unnið annað en að vera á leið til vinafólks í vesturbænum að spila bridds.
En nú má skríllinn fara að vara sig þar sem okkar virðulegi lögreglustjóri ætlar að láta óþjóðalýðinn finna til tevatnssins. Í nýjasta hefti Lögreglutíðinda er viðtal við Grana Geirsson lögreglustjóra og er hér smá úrdráttur
LT: Nú skrifaðir þú grein í Morgunblaðið þar sem skilja má að ástandið í miðborg Reykjavíkur sé verra en í Sódómu og Gomorru til samans, er það rétt?
GG: Ja, nú þekki ég ekki alla þessa bæi þarna á austfjörðunum en á Trékillisvík þar sem ég er alinn upp og starfaði sem lögreglustjóri áður en vinur minn dómsmálaráðherrann fékk mig í þetta starf þá þekktist ekki svona lagað og þar gátu allir lifað í sátt og samlyndi og enginn hafði ástæðu til að fara út eftir kl. 10 á kvöldin nema þá til að hleypa hundinum inn.
LT: En nú er Reykjavík aðeins fjölmennari en Trékyllisvík, er þetta raunhæfur samanburður?
GG: Við höfum líka fengið tölur erlendis frá, frá stöðum með svipaðan íbúafjölda. T.d voru einungis 5 líkamsárásir tilkynntar til yfirvalda í Vtíkaninu á öllu síðasta ári!
LT: Hefur það kanski ekki eitthvað með það að gera að það eru engir skemmtistaðir í Vatíkaninu og flestir íbúarnir eru prestar?
GG: Mér finnst engin ástæða til að hengja sig í einhverjum smáatriðum, tölurnar tala sínu máli
LT: Lögreglan hefur verið gagnrýnd fyrir það að vera lítt sýnileg í miðborginni, hverju svara þú því?
GG: Það er hörku puð að labba þarna fram og til baka, ég prufaði það sjálfur um daginn og ég varð bara dauðþreyttur og fékk hælsæri af spariskónum. Við erum líka fáliðaðir og þurfum að sinna mörgum áríðandi verkefnum. Hér hafa umhverfisverndarbullur vaðið uppi undanfarið og okkur ber skylda til að vernda samborgarana fyrir fólki sem gæti hlekkjað sig við staur þegar minnst varir eða tafið umferð í Grafarvoginum. Þetta er stórhættulegt fólk. Nú síðan þarf að sinna öryggi opinberra gesta því eins og við vitum er hryðjuverkaváin alltaf nærri. Aðstoðar skriffinskumálaráðherra Uzbekistan var hér í heimsókn um daginn og það þýddi 32 sérsveitar- og lögreglumenn í öryggisgæslu allan sólarhringinn í 5 daga. 8 bílar frá embættinu fylgdu honum á Gullfoss og Geysi og 5 öryggisverðir tryggðu öryggi eiginkonu hans í Kringlunni.
LT: Ertu með einhverja lausn á þessum vanda?
GG: Þar sem við í lögreglunni höfum bara nóg annað að gera en að hanga niðri í bæ um miðjar nætur og ekki einu sinni allir lögreglubílarnir eru með geislaspilara hvað þá þægileg sæti þá hef ég lagt til við borgarráð að öllum skemmtistöðum verði lokað á miðnætti og þeir fluttir upp á Höfða, bjórinn verði bannaður, kaffihús megi aðeins selja kaffi, útiveitingar verði bannaðar, Vínbúðinni í Austurstæti verði lokað enda stuðlar nærvera hennar bara að aukinni drykkju, sú þarfa og gagnmerka stofnun víneftirlitið verði elft til muna og að vinstri umferð verði tekin upp aftur
Að lokum fékk lögreglustjórinn að velja 5 uppáhalds lögin sín og eru þau í spilaranum hér til hliðar
Athugasemdir
Hahaha, þú ert sniðug!
Maja Solla (IP-tala skráð) 16.8.2007 kl. 22:47
Ég er viss um að þú situr flissandi við tölvuna meðan þú ert að semja þessar snilldarfærslu þína.
Linda Ásdísardóttir, 16.8.2007 kl. 23:33
Bara verst að Nitro skuli vera horfinn úr spilaranum. Ég er búin að spila þetta fyrir allri útstillingadeildinni í IKEA og allir voru sammála um að setja þetta sem brunaboð í verslunina. Við erum viss um að um leið og þetta verði blastað í hátalarann, þá verður verslunin aldrei sneggri að tæmast!! :) Frábær færsla annars hjá þér snillingurinn þinn!! :)
Ruth Ásdísardóttir, 17.8.2007 kl. 13:01
bahahahahaha hrein snilligáfa hér á ferð við verðum að fara vel með lögreglumennina okkar svo þeir ofgeri sér ekki .
flury (IP-tala skráð) 17.8.2007 kl. 14:01
Jamm og "Gamli góði Villi" búinn að finna lausnina á þessum "vanda". Burt með vínbúðina í austurstræti. Ó þessir snillingar ef bara þeir væru alltaf við völd þá væru sko engin vandamál í miðbænum
Kristján Kristjánsson, 17.8.2007 kl. 20:06
bíddu, er hann hættur að mála grindverk í Breiðholtinu?
Grumpa, 17.8.2007 kl. 20:59
Björn Ingi sýndi það og sannaði í dag að munurinn á skálskap og raunveruleikanum er fáránlega lítill. Hann sagði (í fullri alvöru) að lausnin á fylleríislátunum í miðmætun fælist í að sölu á bjór í stykkjatali. Og menn hvarta yfir Bush.
Monopoly (IP-tala skráð) 17.8.2007 kl. 21:28
Hér er fréttin um snillinginn Villa
Kristján Kristjánsson, 17.8.2007 kl. 21:50
Heirð heirðu
Hvað á það að þíða að drulla yfir nafla alheimsins minn fagra Kópavog þú vestur bæar og nesis pakk....
Gosli (IP-tala skráð) 22.8.2007 kl. 14:45
Grumpa þú ert snillingur :)
Thelma Ásdísardóttir, 22.8.2007 kl. 17:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.