Erum við að verða vitlausari?

bushÉg er alltaf að sjá öðru hvoru einhverjar kannanir og rannsóknir sem sýna fram á það að við erum á góðri leið meða að verða ekki bera ólæs heldur plein vitlaus líka.

Við erum hætt að kunna að reikna, en ég meina hver þarf þess, til hvers voru reiknivélar eiginlega fundnar upp? Náttúrufræðiþekking er í tómu tjóni og þar er kanski skýringin á því að okkur er skít sama um náttúruna í kring um okkur. Við förum hvort sem er allt, og þá meina ég ALLT, á bíl og það er ekki hægt að vera að góna eitthvað í kringum sig við aksturinn. Bílastæðið við Smáralindina er líka lásí dæmi um fallega náttúru. Og svo kunnum við varla að lesa lengur. Við getum kanski stautað okkur fram úr einföldum texta eins og Jólagjafahandbók Kringlunnar, enda mikið af myndum sem skýra sig sjálfar. En flóknari hlutir eins og reifari fær heilann í fólki til að snúast í hringi enda bíða bara allir eftir bíómyndinni.

En nú höfum við alla þessa fínu skóla, segja kanski einhverjir. Jú jú, það er fullt af skólum. Það þarf bara að vera kennt eitthvað af viti í þeim og foreldrarnir þurfa víst líka eitthvað örlítið að ýta undir menningarlegt uppeldi afkvæmanna þó mörgum finnist það til of mikils ætlast enda annar hver krakki með ofvirkni og athyglisbrest ofan á misþroska og lesblindu. Venjulegir skólar eins grunnskólar eða menntaskólar hefa heldur ekki þótt mjög smart lengi og hefur ekki þótt neitt sérstök ástæða til að púkka upp á þá að hálfu menntamálayfirvalda. Það eru háskólarnir sem eru hip og kúl þar sem önnin kostar 800.000 kall og allir eiga garanteraða vinnu í banka á eftir. Öll viljum við jú vinna í banka, er það ekki? Það er nóg af Pólverjum og Tælendingum til að gera allt þetta erfiða og leiðinlega eins og að byggja húsin sem við búum í eða sjá um afa okkar og ömmur sem við erum löngu búin að skutla á elliheimili því við erum svo bissí að meika það í útrásinni.

 Það þykir t.d voða fínt hjá fyrirtækjum að styrkja einhvern háskólann og að sama skapi þykir það traustvekjandi ef stjórnmálaflokkar ná að státa af eins og einum háskólarektor á framboðslista hjá sér. Það er því varla lengur til sá bréfaskóli sem ekki er orðinn á háskólastigi. Ég bíð bara eftir að Stöðumælavarðaskólinn verði að háskóla og menn geti orðið MBA í stöðumælavörslu. Ekkert jafnast á við fínan titil þó hann sé byggður á lausamöl. Það er þó alltaf hægt að hugga sig við það, að það er hægt að næla sér í feit embætti þó maður sé ekki eitthvað séní eins og gott dæmi frá Ameríku sannar. Það þarf bara að míngla við rétta fólkið og að það séu fleiri sem eru vitlausari en maður sjálfur

Ofan á allt saman erum við svo að verða eins og Ameríkanar í vaxtarlaginu. Ekki furða þó við séum svona ógeðslega hamingjusöm!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hver hefur tíma til að lesa fyrir börnin - hvað þá að tala við þau? Vinnan kallar. það eru MBA kúrsar sem bíða, leikfimitímar sem maður verður að fara í, kokteilboð sem verður að sækja. og svo eru BARA 24 TÍMAR í sólahringnum. Ekki nema von að hvíti stuffið sem Amy Winehouse er svo hrifin af, sé svona vinsælt.

Monopoly (IP-tala skráð) 6.12.2007 kl. 22:21

2 Smámynd:  Íris Ásdísardóttir

Mæli með því að Grumpa flytji í sveitina. Hér er hægt að hlaupa dindilfætt um ósnortna nátturuna og reka andlitið ofan í blómaknippi angandi af lífsins gleði. Hér er húslestur að kveldi og kveikt á kertum að morgni í rökkri nýs dags. Hér gengur fólk sér til ánægju og sest við matarborð á réttum tíma með hollan mat í skál.....by the way, það á að gera tilraun með strætóferðir í 1 ár milli þorpa hér á næsta ári....jibbííííí....

Íris Ásdísardóttir, 7.12.2007 kl. 00:06

3 identicon

Mér dettur helst í hug svo kallað flýti-verka-dagatal, þar sem eru þrír föstudagar,

þá gengur allt betur og við verið glöð.

Ragnar Sigurjónsson (IP-tala skráð) 7.12.2007 kl. 00:47

4 Smámynd: halkatla

þú skrifar æðislega pistla

halkatla, 17.12.2007 kl. 10:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband