Hank Williams III

hankiiiÉg verð víst að játa eitt hér og nú...ég er farin að hlusta á kántrý! Ok, ok...en áður en vinir mínir hlaupa í símann og hringja á fólk í hvítum sloppum til að flytja mig út við Sundin blá þá verð ég að útskýra þetta aðeins nánar. Ég hlusta nefnilega ekki á hvaða kántrý sem er. Reyndar hlusta ég bara á eitt kántrý og það er kántrýið hans Hank Williams III. Hank Williams III er nefnilega snillingur!

Það er heldur ekki þannig að ég hafi bara vaknað upp einn daginn og fundist ég orðin eitthvað hræðilega miðaldra og ákveðið í framhaldi af því að hætta þessu rokkbulli og fara að hlusta á kántrý og dansa línudans ásamt því að hekla pottaleppa og kaupa mér gráa dragt. Nei aldeilis ekki. Hank III er nefnilega enginn venjulegur kántrýgaur þó hann sé sonarsonur þess fræga kántrýbolta Hank Williams sr. Hank III spilar nefnilega líka rokk og kántrýið hans er kallað hellbilly og hann er töffari inn að beini.

Hann var í Superjoint Ritual með Phil Anselmo þar sem hann spilaði á bassa, í Arson Anthem líka með Anselmo (á gítar) og Mike D úr Eyehetegod þar sem hann spilar á trommur, í Assjack sem er hardcor pönkband og svo er hann í  stónerbandi með einhverjum úr High on Fire. Svo kemur kántrýið ofan á þetta allt saman og hann er að spila svona 200 tónleika á ári. Tónleikarnir eru þannig að fyrst er klukkutíma kántrýsett, svo 20 mín. af hellbilly sem er einhverskonar pönkkántrý og svo er klukkutími af pönk og metalkeyrslu og einhvernvegin fær hann þetta allt til að virka.

Hér í spilaranum til hægri eru nokkur lög með Hank III  og hér að neðan eru svo 3 vídeó. Næstu tónleikar sem ég fer á verða með Hank Williams III !!

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lauja

Ótrúlega gaman að lesa bloggið þitt

Þú ert snilldar penni.....

Lauja, 13.12.2007 kl. 22:13

2 Smámynd: Grumpa

hér er svo viðtal við Hank III. sumir eru bara meiri töffarar en aðrir!

 http://vids.myspace.com/index.cfm?fuseaction=vids.individual&videoid=23236386

Grumpa, 14.12.2007 kl. 00:50

3 identicon

Jahá bætandi fólki er betra að lifa.

kV úr

Flóanum

Ragnar Sigurjónsson (IP-tala skráð) 16.12.2007 kl. 01:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband