17.12.2007 | 19:17
vélsagarsvig
Ég var að fletta í gegn um fréttasíðurnar á netinu í dag, eins og ég geri gjarnan og rak meðal annars augun í þessa mynd. Fyrirsögnin er Björgvin lent í 57. sæti.
Þegar ég var þarna að renna yfir þetta þá sýnist mér eins og þessi ágæti skíðamaður haldi á vélsög. Ég fer strax að velta fyrir mér hvort þarna sé komin ný tegund af alpagreinum, vélsagarsvig. Það gæti t.d verið þannig að keppendur renndu sér niður fjallshlíð og reyndu í leiðinni að saga niður eins mörg grenitré og þeir gætu á sem skemmstum tíma. Eða þá að tveir og tveir renndu sér niður brekkuna í einu og mættu beita allskonar brögðum til að komast á undan í mark eins og að saga sundur skíðastafina hjá andstæðingnum. Það mætti líka hugsa sér þetta sem skemmtilega viðbót við skíðagöngu. Þú gengur 10 km. og einhversstaðar á leiðinni áttu að saga niður 20 eldiviðarbúta, kveikja upp í arni og grilla pylsu. Mér persónulega finnst t.d þessi hefðbundna skíðaganga hræðilega einhæf og óáhugaverð og alveg kominn tími til að poppa hana aðeins upp. Það flottasta væri þó vélsagarstökk þar sem keppendur ættu í stökkinu að reyna að saga í æðardúnskodda sem skotið væri að þeim.
Reyndar gildir það um margar fleiri íþróttagreinar en skíðaíþróttir að vera voðalega leim og alls ekki up to date. Sjáiði t.d golf. Hvað er það að rölta eftir einhverju túni í rólegheitum og pota í leiðinni kúlu ofan í holu með priki og hafa til þess allan tíma í heiminum. Hér vantar augljóslega meiri aksjón. Því ætti golf að vera þannig að tveir og tveir keppa í einu með sitt hvora kúluna og markmiðið er að koma sinni kúlu í holuna á sem skemmstum tíma. Leyfilegt væri að tækla andstæðinginn og samstuð öxl í öxl væri líka leyft. Þá mætti bregða kylfunni fyrir fætur andstæðingsins en þó væri bannað eð berja fólk með henni. Það þyrfti líka að komast yfir ýmsar hindranir og þá er ég ekki að tala um nokkrar aumingjalegar sandgryfjur. Það mætti frekar hugsa sér að keppendur þyrftu að jafnhatta 60 kílóum, blás upp miðlungs stóra vindsæng, drekka 2 lítra af vatni og blanda Pina Colada á leið sinni í mark. Íþróttir eiga að vera skemmtilegar áhorfs. Það er bara ekkert skemmtilegt við miðaldra kalla klædda eins og fifl, í göngutúr
And now for something compleately different...
Hér er ykkur til ánægju og yndisauka vídeó þar sem nýjasta ædolið mitt, Hank Williams III tekur þekktan slagara ásamt einu fashion victim og tveim gamalmennum
Athugasemdir
Þetta kallar maður bara snillinga - hrikalega flott.
Monopoly (IP-tala skráð) 18.12.2007 kl. 22:55
Ég hef alltaf vitað innst inni að þú ert sannur sportisti :)
Thelma Ásdísardóttir, 21.12.2007 kl. 15:07
Gleðileg jól og takk fyrir skemmtilegt bloggár :)
Kjartan Pétur Sigurðsson, 22.12.2007 kl. 00:57
Hvernig getur maður sem spilar í hljómsveit með Phil Anselmo verið ædolið þitt? Ég bara spyr
Honum virðist ansi margt til lista lagt, drengnum. III fer einstaklega vel með bassann í Superjoint Ritual.
BB (IP-tala skráð) 25.12.2007 kl. 04:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.