vika 1

Jæja, þá er fyrsta vika nýs borgarstjórnarmeirihluta liðin og ekki hægt að segja annað en að aðal leikarar þessa grátbroslega farsa hafi farið á kostum. Stemmingin var kanski ekki alveg eins og nýji meirihlutinn hafði vonað. Í stað þess að ganga brosandi út í fallagan vetrardag undir fagnaðarhrópum og hamingjuóskum þá hrökklaðist hann undan bálreiðum borgarbúum og átti í vandræðum með að halda fyrsta fundinn sökum háværra mótmæla.

Varðhundar Sjálfstæðisflokksins kölluðu þetta auðvitað skríl því innan Flokksins tíðkast ekki að mótmæla þeim sem valdið hefur. Að trufla einhvarn fund er heldur ekki "árás á lýðræðið" eða hvað sem þetta var kallað. Þetta ER einmitt lýðræðið! Þú hefur fullan rétt á að láta í þér heyra ef þér er misboðið og það var svo sannarlega mörgum misboðið með þessum skrýpaleik. Og það er ekki eins og það séu daglegir viðburðir að fólk mæti og sé með háreisti á pöllum borgarstjórnar. Núna er kanski loksins komin kynslóð fólks sem lætur ekki gráðuga og siðblinda stjórnmálamenn vaða yfir sig eins og skítuga Ikea mottu sem á hvort sem er að fara að henda, svona eins og mín kynslóð og flestar þar á undan hafa endalaust gert. Ég vil benda þeim hneykslunargjörnu á að kynna sér hvernig stjórnmálin ganga fyrir sig í Frakklandi enda má segja að Frakkar hafi fundið upp þessa tegund af vestrænu lýðræði sem við erum svo stolt af að búa við (nema auðvitað þegar það hentar ekki, þá eru það bara skrílslæti). Þar fá stjórnmálamenn að heyra það óþvegið ef fólki líkar ekki eitthvað og þykir ekkert athugavert við það. Og ég vil líka benda stjórnmálamönnum á að hugleiða það í umboði hverra þeir hafa þetta vald. Þeir virðast oftast alveg steingleyma því nema nokkrum vikum fyrir kosningar þegar það ryfjast skyndilega upp og skríllinn verður háttvirtir kjósendur.

En aftur að blessaðri borgarstjórninni. Á endanum tókst að halda fundinum áfram og fóru menn í það á fullu að kjósa sjálfa sig í hin ýmsu ráð og nefndir enda var það auðvitað eini tilgangurinn með þessu öllu. Þegar kom svo að því að kjósa forseta borgarstjórnar var Óli F greyið orðinn eitthvað ringlaður og átti í mesta basli með að telja saman atkvæðin. Það fór því svo að Hanna Birna fékk 7, auðir voru 7 og Lína Langsokkur fékk eitt. Þegar þetta kom í ljós varð uppi fótur og fit og menn gláptu hver á annan í forundran. Farið var í saumana á atkvæðagreiðslunni og kom þá í ljós að það hafði gleymst að segja Óla ræflinum hvað hann ætti að kjósa þannig að hann fór á taugum og kaus bara það fyrsta sem honum datt í hug.
En þetta var bara byrjunin. Þegar öll bitastæðustu embættin voru komin í réttar hendur átti eftir að skipa í einhverjar nefndir sem ekki voru alveg eins spennandi þannig að nýji meirihlutinn hafði ekkert verið að spá voða mikið í það. Því kom það Lalla Johns verulega á óvart að hafa verið skipaður í vímuvarnarráð og ekki var Jón Pétursson einhleypur bifvélavirki hjá Stillingu síður hissa að vera skipaður formaður barnavernadarnefndar.
Þá var lagt til að flugvöllurinn færi fyrst en kæmi svo aftur, mislæg gatnamót á allar götur sem byrja á K, Laugavegshúsin keypt en seld svo aftur með afslætti þar sem kom í ljós að þau voru notuð, Strætókerfinu breytt eftir því í hvernig stuði Gísli Marteinn væri og Yoko Ono gerð að heiðurslistamanni Reykjavíkur
Segiði svo að málefnasamningurinn hafi ekki verið gott plagg!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er sammála, loksins er mótmælt!

linda (IP-tala skráð) 29.1.2008 kl. 22:44

2 Smámynd:  Íris Ásdísardóttir

Ætli Villi hafi fattað að fólkið var mætt í þeim tilgangi að mótmæla þeim ?? Það er sjéns að manngarmurinn hafi haldið að þarna væri kominn svokallaður "skrýll".......þið vitið, svona skrýll sem er með hávaða í tilgangsleysi og rokkæluhegðun úti á götu um miðjar nætur um helgar...

Íris Ásdísardóttir, 29.1.2008 kl. 23:20

3 Smámynd: Kristján Kristjánsson

Villi hefur örugglega hugsað á fundinum "Tók ég ekki bjórkælirinn úr sambandi"

Kristján Kristjánsson, 31.1.2008 kl. 19:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband