Þú gætir haft það verra...

odor-tester.jpgÞað eru margir sem sífellt nöldra og tuða yfir vinnunni sinni. Hvað hún sé nú leiðinleg og einhæf og erfið og heilsuspillandi og mannskemmandi og hver veit hvað. Svo ekki sé minnst á hvað kaupið sé lélegt og vinnutíminn langur. Ég hélt reyndar að nú orðið væru það Pólverjar sem sinntu öllum þeim störfum sem þessi lýsing ætti við en það kann að vera misjafnt hvað fólki finnst erfitt og heilsuspillandi. Einhverjum finnst kanski erfitt að tapa 700 millum í hlutabréfabraski meðan aðrir gera það með brosi á vör og fá feitan starfslokasamning fyrir ómakið

En þið sem finnst þið vera í ömurlegu djobbi getið mörg hver huggað ykkur við það að það er til ýmislegt verra en það sem þið þurfið að gera. Kyngreinir á kjúklingabúi er t.d varla mjög eftirsóknarvert starf en það er samt sem áður starf sem einhver þarf að sinna. Það felst sem sagt í því að skoða upp í afturendann á hænuungum til að komast að því hvers kyns þeir eru því t.d eggjabú hefur lítið með fjöldann allan af hönum að gera. Þeir eru væntanlega bara étnir.

Ef þú vinnur hjá svitalyktareyðisframleiðanda gæti starf þitt verið að þefa af mis sveittum handarkrikum allan daginn til að fylgjast með gæðum framleiðslunnar.

Vísindarannsóknir á hvölum er eitthvað sem við könnumst við. Hér eru þeir bara drepnur og innvolsið skoðað í rólegheitum. Hjá siðaðri þjóðum eru ekki eins brútal aðferðir notaðar heldur er hvalaskít safnað og hann skoðaður gaumgæfilega. Og það er sem sagt til fólk sem vinnur við að veiða upp hvalaskít

Að vera vísindamaður er fancy djobb en vísindastörf eru æði misjöfn. Fornleifafræði þekkja allir en það er líka til nýleifafræði ("garbology") sem felst í því að gramsa í ruslatunnum og ruslahaugum til að rannsaka t.d neyslumynstur fólks. Slíkar rannsóknir hafa til að mynda sýnt fram á það að bleyjur er um 2% af venjulegum ruslahaug meðan 45% er ýmiskonar pappír og að pylsa getur geymst í vel þjöppuðum ruslahaug í allt að 25 ár án þess að rotna að fullu. Einnig að það er samhengi á milli kattaeignar (þ.e losunar á kattaúrgangi) og lesturs á Séð og Heyrt

Að gelda fíla í dýragörðum er líka starf sem þarf að sinna því ógeltir fílar eins og önnur karldýr, geta verið viðskotaillir og önugir. En þar sem fílaeystu er aðeins á stærð við fótbolta en fíllinn sjálfur all mikið stærri og erfitt að komast að þeim þá er þetta ekki starf fyrir hvern sem er.

Starf ræstitæknis þykir ekki spennandi nú til dags en að vera ræstitæknir í líkhúsi þar sem framkvæmdar eru krufningar er líklega mest óspennandi af öllu nema þú sért týpan sem finnst spennandi að finna alltaf eitthvað nýtt í ruslinu, ef ekki búta af rifbeinum eða afskurð af húð þá bita af lifur eða eitt eyra eða tvö. Viðkvæmni fyrir blóði og öðrum líkamsvessum gengur heldur ekki í því starfi.

 Þannig að þið sem kvartið undan vinnunni ykkar takiði gleði ykkar á ný, þetta gæti nefnilega verið miklu verra


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég skal aldrei aftur kvarta yfir vinnu minni... ég lofa´, ég lofa .

linda (IP-tala skráð) 21.2.2008 kl. 21:09

2 Smámynd: Thelma Ásdísardóttir

Ég er reyndar í frábærri vinnu og mjög ánægð með vinnustaðinn minn. Merkilegt samt að ég hef aldrei spáð í það áður að hvalir kúki. Ég meina auðvitað er það augljóst, hvalir hljóta að kúka eins og önnur dýr, ég hef bara aldrei velt því fyrir mér að á hafsbotni geti legið heilu tonninn af hvalakúk. Ja hérna hér!!!!

Thelma Ásdísardóttir, 22.2.2008 kl. 00:40

3 Smámynd: Ruth Ásdísardóttir

Já Grumpa, ég skal lofa þér því að hætta að skammast yfir því að vera vinna í IKEA!  

Ruth Ásdísardóttir, 22.2.2008 kl. 10:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband