Eurotrash

Ég hef ekkert verið að tjá mig um Júróvisjón hingað til enda ekki heyrt neitt af þessum lögum, eða þar til í kvöld. Ég sá fram á það að ég yrði nákvæmlega ekkert með í umræðunum næstu dagana ef ég hefði ekki horft á öll ósköpin og þar sem ég legg það heldur ekki í vana minn að tala um það sem ég veit ekkert um (ég starfa nefnilega ekki sem stjórnmálamaður) þá lagði ég á mig þessa rannsóknarvinnu.
Það ryfjaðist upp fyrir mér strax á fyrstu mínútunum af hverju ég hef ekki lagt mig neitt sérstaklega eftir því að fylgjast með þessari keppni undanfarin ár, þegar flutt var syrpa af gömlum Júróvisíonslögurum. Helmingurinn af lögunum hljómaði eins og þau væru eftir Geirmund Valtýsson og vekja eflaust góða stemmingu á sveitaballi í Miðgarði. Hinn helmingurinn var eins og Þorvaldur Bjarni hefði annað hvort samið þau eða útsett þar sem allt sem hann kemur nálægt hljómar eins. Og hverjum öðrum en RÚV dettur í hug að láta mann sem gæti verið ný kominn af þorrablóti á Ströndunum og ennþá í gúmmístígvélunum og hefði fram að þessu haft atvinnu af að stýra landbúnaðarsýningum kynna svona galmúrshow?
En hvernig voru svo lögin?
Lag 1. Þorsteinn Olgeirsson. Late 80's Elton John rip off. Og late 80´s var mjög vont tímabil hjá Elton John. Og af hverju þurfa lúðrablásarar alltaf að vera eins og fífl?
Lag 2. Páll Rósinkrans. Týpískt Sálarlag með einhverju gospel tvisti. Svona allir-saman-nú viðlag og á eftir að slá í gegn hjá Hvítasunnusöfnuðinum. Kosið af eldri konum sem finnst hann Páll svo góður drengur
Lag 3. Eurobandið. Europop í sinnu bestu eða verstu mynd, eftir því hvernig litið er á það. Á eftir að hljóma á diskótekunum í Búlagaríu og Rússlandi þar sem Europopið er það heitasta í dag. Verður líka eflaust blastað á næstu Gay Pride
Lag 4.Ragnheiður Gröndal. Höfundur þessa lags hefur horft á allt of mikið af söngleikjum í gegn um tíðina og dreymir dagdrauma um frægð og frama á Broadway. Ég var búin að gleyma hvernig þetta lag var 2 mínútum eftir að það kláraðist
Lag 5. Mercedes club. Ef það væri 1991 og allir væru enn að fara á raveklúbba og hakka í sig E pillur þá væri þetta lag kanski eitthvað í takt við tímann. Held m.a.s að þetta sé of yesterday fyrir Rússana og Búlgarina. Söngkonan hefur heldur ekki verið valin út frá sönghæfileikum heldur örugglaga af því að hún leit best út í latexdressinu. Tvímælalust kjánahrollur kvöldsins.
Lag 6. Baggalútur. Æji, óskaplega er þetta mikið þúfnapopp. Þetta er jafn íslenskt og Hvannarrótarbrennivín og kæst skata og höfðar nákvæmlega jafn mikið til annara þjóða og þær "ágætu" afurðir. Rétti staðurinn fyrir þetta lag er Kringlukráin á laugardagskvöldi
Lag 7. Birgitta og Magni. Álíka tilþrifamikið lag og blautir ullarsokkar og jafn minnisstætt og síðasta klósettferð. Og í hverju var Birgitta eiginlega? Designer rjúpnavesti?!
Lag 8. Dr. Spock. Líklega skásta lagið í keppninni en ekki merkileg lagasmíð. Verðlaun fyrir bestu búningana. Fyrirmynd Dr. Spock er augljóslega Mike Patton og Mr. Bungle og er langt um betri

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Grétar Einarsson og Óskar Ásgeir Ástþórsson

Kannski ég reyni þá að troða einhverju í eyrun ef lagið hljómar á Gay Pride. Ætli ég sé þá ekki í minnihluta í minnihlutahópnum. Þetta eru alveg frábærir punktar og þessa ömurlega söngvastund í hnotskurn. Hvernig sem ég reyni þá man ég ekki eftir einu einasta lagi núna þegar þessar línur eru skrifaðar. Kannski kominn tími til að fara í háttinn? ZZZZZZZZZ

Grétar Einarsson

Grétar Einarsson og Óskar Ásgeir Ástþórsson , 24.2.2008 kl. 00:58

2 Smámynd: Lárus Gabríel Guðmundsson

Flott færsla.....næstum sama sinnis ef maður á almennt að eyða orku í að hafa skoðun á þessu yndislega drasli :)

Lárus Gabríel Guðmundsson, 24.2.2008 kl. 02:07

3 identicon

Mini Monopoly er algjörlega með puttan á því hvað er gott og hvað er arfalélegt. Hún fór á klóið meðan Mercedes club "söng" sitt lag. Say no more, say no more.

Monopoly (IP-tala skráð) 24.2.2008 kl. 11:01

4 Smámynd: Thelma Ásdísardóttir

Þú ert snillingur Grumpa. Ég deildi því algjörlega með þér að ég dó næstum úr kjánahrolli þegar Hó hó lagið var. Ég vonaði innilega fyrir þeirra hönd að þessu myndi ljúka sem fyrst svo þau kæmust út úr ramma myndavélanna. Gott alla vega að sá hryllingur fór ekki út.

Thelma Ásdísardóttir, 24.2.2008 kl. 16:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband