3.5.2008 | 21:36
Homo erectus extinctus
Nú er illa komið fyrir karlmönnum þessa heims. Það er nefnilega allt útlit fyrir að eftir nokkur ár (125.000 eða svo) verði karlskepnan útdautt fyrirbæri, svona eins og Geirfuglinn. Það er að segja ef ekkert verður að gert til hjálpar.
Það sem greinir karla frá konum er þessi Y litningur sem karlarnir hafa og nánast eini tilgangur þessa litnings er að framleiða sæði til að tegundin geti nú fjölgað sér. Nú er hins vegar svo komið að ófrjósemi karla eykst stöðugt, um 7% allra karlmanna eru ófrjóir og stór hluti þeirra sem þó enn gagnast eitthvað við barnatilbúning eiga í mestu vandræðum með að standa sig í stykkinu sökum arfgengra galla í þessum blessaða Y litningi. Af sömu orsökum verða innlagnir í sæðisbanka rírari með hverju árinu.
En hvcað er til ráða og af hverju eru það bara karlar sem eiga á hættu að deyja út en ekki allt mannkyn sökum getuleysis? Jú, vísindamenn hafa fundið aðferð til að vinna sæði úr beinmerg sem hægt er að frjóvga egg kvenna með (það er allt í fína með framleiðsluna þar) en (og það stórt EN) ekki aðeins úr beinmerg karla heldur alveg eins úr beinmerg kvenna. Það er því fræðilegur möguleiki, og þess verður eflaust ekki langt að bíða að börn eigi bókstaflega tvær mæður.
Til að bæta gráu ofan á svart fyrir framtíðarhorfur karlmanna þá eru það sífellt fleiri konur sem kjósa að ala upp börn án þess að karlmaður komi þar nokkuð nærri. Annað hvort lasbísk pör eða einhleypar gagnkynhneigðar konur sem velja það fjölskyldumunstur fram yfir hefðbundna sambúð (nú eða þá konur sem kjósa að sleppa því algerlega að eignast börn og eru ósköp sáttar við það). Rannsóknir hafa líka sýnt fram á að ef konur sjá fram á það að geta séð sér og sínum farborða með góðu móti án þess að vera í hefðbundnu hjónabandi eða sambúð, auk þess sem þær sjá um stóran hluta allra heimilisstarfa hvort eða er þá eru þær mun líklegri til að velja að búa einar eða með annari konu. Engir skítugir sokkar út um allt, setan alltaf niðri á klósettinu, báðir aðilar full færir um að stjórna þvottavél, helgarnar ekki undirlagðar í fótbolta eða formúlugláp með félögunum sem virðast geta fátt annað en sulla niður bjór og pizzu, ropa og klóra sér í rassinum og það er hlustað á þig þegar þú talar. Ef að svo við bætist sá möguleiki að geta eignast börn án íhlutunar karlmann þá er held ég fokið í flest skjól.
Þróunin á vesturlöndum er líka sú að konur eru orðnar duglegri en karlar að afla sér menntunar og með betri menntun koma oftast betri laun. Því er að vaxa úr grasi kynslóð stelpna sem áttar sig á því að þær geta gert betur en strákarnir. Og svo ég vitni í grein sem ég las um þessi mál: "it is impossible to predict how the male sex will react to a world where effortless achievement is no longer their right"
Ég sé því fyrir mér friðsælan og réttlátan heim án ofbeldis og perraskapar, þar sem konur stjórna og lifa saman í sátt og samlyndi...eftir svona 125.000 ár :)
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Dægurmál, Lífstíll | Breytt 4.5.2008 kl. 01:02 | Facebook
Athugasemdir
Ég segi fyrir mig, mikið er ég fegin að ég verð ekki lifandi eftir 125.000 ár!
Mér finnst æðislegt að karlmenn skuli vera til og þá sérstaklega einn ákveðinn
Ruth Ásdísardóttir, 5.5.2008 kl. 10:23
Karlmenn bara að verða óþarfir, gæti losað heiminn við ákveðinn vandamál en skapað fleiri. Hvern getur maður þá daðrar við? Er ekki alveg minn tebolli að daðra við konu. Hver ætti að laga bílinn manns ef maður nennir því ekki sjálfur? Og bara KVENNABOLTI, hvað með öll fallegu lærin sem maður horfir á í HM og EM? Og hugsið ykkur lífið ÁN kvenrembubrandara - ó mæ god. Svo er ekki skemmtilegra að hafa þá með?
Olsen Olsen (IP-tala skráð) 7.5.2008 kl. 19:53
þeim sem lýst ekki á þessa framtíðarlýsingu verða bara að leggja sitt af mörkum til að berjast gegn getuleysi karlmanna!!! annars eru þau samsek um að taka heilt kyn frá komandi kynslóðum ég legg til að við stonfnum einhversskonar hjálparsamtök
halkatla, 7.5.2008 kl. 20:24
Hæ Grumpa! Þú hefur verið klukkuð af mér. Þú átt að skrifa niður 7 atriði sem þú ert þakklát fyrir og klukka svo fimm aðra :)
Ruth Ásdísardóttir, 9.5.2008 kl. 21:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.