"ég veit ekkert!"

hear no evil.jpgUm fátt er nú meira rætt þessa dagana en hasarinn í Ráðhúsinu og kanski að bera í bakkafullan lækinn að ætla að bæta einhverju við alla þá umræðu. Menn virðast skiptast nokkuð í tvö horn varðandi það hvort þeir trúi því að fyrrverandi borgarstjóri hafi ekkert vitað neitt um hvað var í gangi eða að hann sé ekki að segja allan sannleikann. Til að varpa smá ljósi á allt þetta mál er hér glænýtt viðtal við fyrrum borgarstjóra þar sem hann er spurður út í þetta allt saman.

Blaðamaður: Byrjum á þessum margumrædda fundi sem var haldinn heima hjá þér þar sem Bjarni og félagar mættu til að ræða þennan samruna

Fyrrum borgarstjóri: Ég áttaði mig bara alls ekkert á því að þetta væri einhver fundur, hélt bara að þeir væru að kíkja í kaffi og kanski taka í spil á eftir.

Blm: En ræddu þeir ekki um REI, GGE og OR?

F.Bstj: Æi ég á það til að rugla þessu öllu saman. Hvernig er hægt að muna þetta allt! REI, GGE, BSRB, VSOP, USB, CCR eða HSÍ! Svo töluðu þeir svo mikið að ég varð hreinlega syfjaður og það má vel vera að ég hafi dottað eins og eitt augnarblik.

Blm: Forstjóri REI segist hafa sýnt þér uppkast af samningi þess efnis að hið sameinaða félag REI og GGE, TMR (Take the Money and Run, group) öðlist einkaleyfi á notkun vatns á Íslandi "until hell freezes over" eins og segir í fréttatikynningu  og enginn hafi leyfi til að þvo bílinn, vökva garðinn né fara í bað án þess að greiða TMR þóknun fyrir. Fannst þér þetta eðlilegar kröfur?

F.Bstj: Ég kannast alls ekki við að þetta hafi staðið í þessum samningi. Ég las þetta plagg vel og vandlega yfir og þó svo að það hafi verið á latínu þá skildi ég mæta vel allt sem þar stóð enda dúxaði ég í latínu í TBR á sínum tíma

Blm: Þú meinar MR?

F.Bstj: Já, þar líka

Blm: En hvað stóð þá í þessum samningi?

F.Bstj: Það var bara eitthvað verið að tala um að Bjarni, Hannes og Kristinn og nokkrir kunningjar þeirra gætu fengið fólk lánað frá Orkuveitunni til að ditta að einu og öðru fyrir þá þegar þeir væru í útlöndum, það er víst alltaf svo mikið að gera hjá þessum kaupsýslumönnum.

Blm: Hvað meinarðu með að ditta að?

F.Bstj: Ja svona tæma úr heita pottinum og þrífa útigrillin. Það eru menn frá Orkuveitunni á ferðinni út um allan bæ hvort eð er svo ég sá ekkert athugavert við að lána þá í eitthvað svona smálegt. Og svo koma þessir menn í bakið á mér og segja að ég hafi gefið loforð fyrir því að allir starfsmenn Orkuveitunnar vinni einungis fyrir þá næstu 99 árin. Þetta stóð aldrei í þessu plaggi sem ég sá! Reyndar var líka eitthvað talað þar um að samningar þyrftu að ganga jafn hratt og örugglega og það tæki þrjár kýr að hekla kjötfars og vitneskjan væri best geymd djúpri píparaskoru en ég viðurkenni fúslega að þekkja ekki öll þessi nýmóðins orðatiltæki. En þetta stóð þarna svart á hvítu enda latína mitt annað tungumál og talaði ég hana lengi vel á sunnudögum

Blm: Burt séð frá þessum samningi þá þykir mörgum óeðlilegt hvað margir auðmenn tengdir tveim stjórnmálaflokkum eiga stóra hluti í REI og GGE.

F.Bstj: Ég vissi ekkert um það! Ég sá þarna einhver nöfn á blaði og hélt bara að það væri verið að sýna mér gestalistann í partýið hjá Yoko Ono.

Blm. Kom það þér á óvart að Björn Ingi skuli hafa slitið meirihlutasamstarfinu svona snögglega?

F.Bstj: Mér leið eins og Sesari eftir að Brútus sló hann í höfuðuð með golfkylfunni forðum

Blm: Hann stakk hann í bakið með rýting

F.Bstj: Hugsa sér! Að ráðast aftur á slasaðann manninn sem gat enga björg sér veitt. Einmitt eins og Ingibjörn hefur hagað sér!

Blm: Þú meinar Björn Ingi

F.Bstj: Já gat svo sem verið að þeir væru tveir! Framsóknarflokkurinn er greinilega stærri en ég hélt!

 

Hér í spilaranum við hliðina eru svo nokkur lög tileinkuð borgarstjóranum fyrrverandi

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristján Kristjánsson

:-)

Kristján Kristjánsson, 16.10.2007 kl. 23:08

2 Smámynd: Thelma Ásdísardóttir

Þú ert tær snillingur Grumpa :) En með kúrekana í Leningrad þá tókst mér ekki að snara einn einasta. Fann risastóra bjórdeild í einni búð og leitaði samviskusamlega að gjöf handa þér, en ekkert gekk. Kannski eru kúrekarnir búnir að yfirgefa Finnaríki og komnir heim til Leningrad?

Thelma Ásdísardóttir, 20.10.2007 kl. 14:12

3 identicon

Aumingja Sjálfstæðisflokkurinn, plataður upp úr skónum. Ekkert því að kenna að stuttbuxna- og hægriliðið spilaði rassinn úr buxunum. Allt þessum vondu og spilltu körlum í Framsókn að kenna.

Monopoly (IP-tala skráð) 24.10.2007 kl. 21:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband