Segiði svo að það gerist ekkert í Reykjavík!

08Já Reykjavík er sko staðurinn þar sem fjörið er í pólitíkinni. Óla F. greyinu verður það á einn daginn að gleyma að taka lyfin sín og og áður en hann rankar aftur við sér er búið að dubba hann upp sem borgarstjóra í nýju meirihlutasamstarfi! Að vísu gleymdist að athuga í öllu havaríinu hvort aðrir fulltrúar flokksins vildu vera með en það þurfti bara að drífa þetta af, það var landsleikur í sjónvarpinu og svona.

Og hver var svo ástæðan? Ja, Óla fannst sem baráttumálum Frjálslyndra hefði ekki verið gert nógu hátt undir höfði sem eru.....uhhh....uummm...hérna...já, niður með kvótakerfið, burt með útlendinga og flugvöllinn heim. Mjög göfug markmið allt saman auðvitað. Eitthvað líkaði honum heldur ekki hvað Bingi var kaupglaður fyrir kosningarnar. Óli hefur kanski ekki áttað sig á því að Bingi er í öðrum flokki og ætti því ekkert að vera að skipta sér að því hvað hann kaupir mörg sokkapör. Bingi er bara nútíma metrómaður sem vill vera fínn í tauinu og hvað er verið að gera veður út af 19 pörum af sokkum? Ég meina hver kannast ekki við að það hverfur alltaf annar sokkurinn í þvottavélinni og kanski var hann líka með fótsvepp, hvað veit maður? Og 27 skyrtur og 8 jakkaföt eru ekki mikið í amstri dagsins. Kanski var líka þvottavélin hans biluð og ekki lætur maður mömmu sína þvo af sér þegar maður er þrjátíuogeitthvað ára gamall (nema maður sé Þorsteinn Davíðsson auðvitað).

Sagt er að einstakur vinskpur Villa Vill og Óla F hafi verið kveikjan að þessu nýja meirihlutasamstarfi  og hef ég heyrt af manni sem var vitni af fundi þeirra tveggja þar sem þetta samstarf var útkljáð. Ég sel þetta að vísu ekki dýrara en ég keypti, en hvarjum á maður að trúa í dag?

Villi: Jæja Óli minn, þetta var nú meira klúðrið þarna um daginn en við vinirnir ættum nú að geta reddað því, er það ekki?

Óli F:eee....

Villi: Já, já Óli minn ég finn örugglega pilluglasið þitt einhversstaðar. En hvernig lýst þér á að verða borgarstjóri? Þú færð skrifstofu og einkaritara og ert boðinn í fullt af veislum, svaka stuð

Óli F: eee...

Villi: Já þá segjum við það. Allt klappað og klárt. Þú skrifar svo bara hérna undir. Nú finnurðu ekki gleraugun þín? Árans. En þetta er svo sem ekkert merkilegt sem stendur. Bara hvaða tegund nýji borgarstjórabíllinn á að vera og svona. Krakkarnir hérna í Valhöll slógu þessu inn fyrir mig, ég er orðinn hrikalega stirður í vélrituninni. Ég er nú eiginlega ekki búinn að lesa þetta sjálfur heldur, en hver þarf að lesa svona plögg þegar maður er orðinn borgarstjóri með aðstoðarmann sem gerir allt fyrir mann, ha?

Óli F: eee...

Villi: Fínt Óli minn. Bíddu, eru nokkuð fleiri en þú í þessum flokki? Ég meina fleiri sem þarf eitthvað að spjalla við? Það má auðvitað alltaf finna einhver þægileg innidjobb ef vantar. Krakkarnir redda því

Óli F: eee....

Villi: Jæja Óli minn best að drífa sig, krakkarnir bíða. Langar að fara að skipa sig í nefndir og allt þetta puð sem tilheyrir því að stjórna. Úps! Heldurðu að ég hafi ekki setið á pilluboxinu þínu allan tímann! Já og taktu bananann úr eyranu á þér Óli minn, ekki gott að láta sjá sig svoleiðis í sjónvarpi

Myndin hér til hægri er svo fyrsta opinbera myndin af nýja borgarstjóranum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd:  Íris Ásdísardóttir

Snilld !!!

Það sem sumir menn ekki gera til að komast í flott pláss......það bókstaflega stendur " Gemmér " á enninu á Óla.

Íris Ásdísardóttir, 22.1.2008 kl. 23:55

2 Smámynd:  Íris Ásdísardóttir

nei, ég tek þetta tilbaka, það stendur " Kick me " og smeðjan hann Villhjálmur er farinn að brosa á ný.......nú getur hann loks farið að safna fyrir alvöru hártoppi !!!

Íris Ásdísardóttir, 24.1.2008 kl. 23:54

3 Smámynd: Thelma Ásdísardóttir

Þetta er náttlega bara djók...

Thelma Ásdísardóttir, 25.1.2008 kl. 22:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband