Matur og menn

meat.jpgGleði- og menningarklúbburinn Whisky a go-go átti mikla gleði og menningarstund í gærkvöldi. Slegið var upp veislu og ekkert til sparað í mat og drykk. Þar sem að ég var gestgjafinn þá var það auðvitað ég sem fékk að ráða matseðlinum og Þar sem allir meðlimir Whisky a go-go eru karlkyns nema ég og testosteronið hvergi sparað þá tók matseðillinn mið af því. Það er nefnilega ekki sama hvort maður býður körlum eða konum í mat, hafiði spáð í því? Matseðill kvöldsins var enda afskaplega karllægur, kjöt og meira kjöt. Og það m.a.s hrátt kjöt í forrétt og næstum því hrátt kjöt í aðalrétt. Þetta hefði mér t.d aldrei dottið í hug að elda ef vinkonurnar væru matargestirnir.

Þekkið þið t.d margar konur sem fara á veitingastað og panta blóðuga nautasteik? Eða kaupir sér tvöfaldan hamborgara með extra sósu? Eða pantar pizzu með 5 kjötáleggjum? Ef svo er þá er hún örugglega trukkabílstjóri sem stundar kúluvarp í frístundum og heitir Olga. Konur borða salat og kjúkling annað hvort saman eða sitt í hvoru lagi, drekka sódavatn með og fá sér sojalatte á eftir.

Karlmaður sem kaupir sér súkkulaði og jarðarber til að borða sjálfur=gay.

Karlmanni sem finnst dökkt súkkulaði og kampavín gott = gay.

Karlmaður sem fær vini sína í heimsókn og býður upp á osta og rauðvín = gay.

Karlmaður sem borðar hnetusteik í jólamatinn = er kúgaður af konunni sinni.

Karlmaður sem borðar brokkólí = býr  hjá móður sinni og er mjög líklega enn á grunnskólaaldri

Karlmaður sem kaupir fimm ísa og alla með jarðarberjabragði = er með konunni sinni, þrem dætrum og tengdamóður. Hann borðar ekki ís sjálfur.

Karlmaður sem borðar ekki snakk og drekkur bjór fyrir framan sjónvarpið = er giftur

Karlmaður sem ropar hressilega og hneppir frá buxnasterngnum efir að hafa sporðrennt blóðugri steik = er einhleypur og verður það líklega alla æfi

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Góðurrrr..

Ragnar Sigurjónsson (IP-tala skráð) 17.2.2008 kl. 22:01

2 identicon

OK, þá er það komið á hreint.
Ég verð greinilega að breyta nafninu mínu og fara að stunda íþróttir sem þykja ekki kvenlegar...

Maja Solla (IP-tala skráð) 17.2.2008 kl. 23:59

3 identicon

Ég fyrirgef Grumpu alhæfinguna þar sem ég hef ekki svo mikið sem sest uppí trukk síðan ég var á barnsaldri, hvað á snert kúluvarpskúlu síðan ég komst á gelgjuskeiðið og heiti ekki Olga.  

Ég bíð hins vegar spennt eftir að taka hana með á uppáhaldssteikhúsið mitt hér í London þar sem stólarnir eru klæddir nautshúðum og hrá kjötstykkin eru rekin uppí nefið á manni til að sýna mismunandi bita þ.e. lundir, sirloin og hvað þetta heitir nú allt saman.  Og svo velur maður... eða öllu heldur kona í mínu tilfelli...  hvort stykkið skuli vera miðlungs blóðugt, vel blóðugt eða baulandi :-) 

Londonia (IP-tala skráð) 21.2.2008 kl. 10:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband