Þrjú tonn af sandi...

Menningarvitar allra tíma hafa löngum fundið þörf hjá sér til að agnúast út í dægurlagatexta. Þeir eru bara einhver bull og þvæla og eru ekki almennilega ortir, segja þeir og hnussa. Ég skal alveg viðurkenna að
"Ertu þá farin ertu þá farin frá mér
Hvar ertu núna hver liggur mín leið
Spyrjum hvort annað hvor fari ég einn í nótt"
...er ekkert sérstaklega djúpt, en come on! Það þurfti bara að láta söngvarann segja eitthvað og því ekki þetta eins og hvað annað. Og þar sem markhópurinn er 15 ára unglingar þá þarf þetta ekki að vera mikið gáfulegra. Sjáiði t.d fyrir ykkur ungling mað buxurnar á hælunum, í allt of stórri úlpu og kúlið á hreynu syngja hástöfum
"Heyr mitt ljúfasta lag
er ég lék forðum daga
fyrir ljóshærða stúlku sem heillaði mig
þegar ungur ég var." ?
...nei, ég held ekki.

En var þetta gamla góða eitthvað mikið betra?
"Gunna var í sinni sveit
saklaus prúð og undirleit,
hláturmild, en helst til feit,
en hvað er að fást um það."
...hvaða þvæla er þetta eiginlega? Og svo er verið að gefa í skyn að fólk í þéttari kantinum sé eitthvað verra! Þetta eru auðvitað púra fordómar ofan á allt. Var hún kanski nýbúi líka?!

"Nú er ég léttur
og orðinn nokkuð þéttur
Ég er í ofsa stuði
og til í hvað sem er.

Nú er ég þreyttur
og ákaflega sveittur
í þessu létta lagi
þig legg að vanga mér"
... er þetta eitthvað skárra?! Mér myndi heldur ekki finnast það neitt rosa turn on að hafa einhvarn draugfullan og sveittan gæja slefandi ofan í hálsmálið á mér eins og lýst er í þessum texta. Næsta setning var örugglega; "eigum vidðð ekki ad komma heim till mín, elsskann?"

"Ég er hýr og ég er rjóð
Jón er kominn heim.
Ég er glöð og ég er góð
því Jón er kominn heim"
...þetta er eiginlega hálf slísí og ég vil bara ekki vita meir.

"Húsið er að gráta alveg eins og ég.
Dar-ra-ra-ra-ra, o-ó.
Það eru tár á rúðunni
sem leka svo niður veggina.
Gæsin flýgur á rúðunni,
eða er hún að fljúga á auganu á mér?
Ætli húsið geti látið sig dreyma,
ætli það fái martraðir"
...hver var á sýru hér? Eða var sveppatímabilið byrjað? Eða var það 5 ára frænka Helga Björns sem samdi þetta?

Og hver undir sextugu skilur þetta...?
"Öxar við ána, árdags í ljóma,
upp rísi þjóðlið og skipist í sveit.
Skjótum upp fána, skært lúðrar hljóma,
skundum á Þingvöll og treystum vor heit"

Ho ho ho, we say hey, hey, hey er kanski ekki svo vitlaust eftir allt saman


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristján Kristjánsson

Þei, þei þýtur í mó,

hrein mey, sælleg og rjóð

Sei, sei verður hún mín?

Heit, heit, ástkær og hýr.

Allir eru að kalla úti um allt á alla

og bráðum verður hún horfin mér frá

horfin út á sjóinn, eitthvað út í bláinn

horfin inn í annan heim.

Hei, hei, heyrðu mig nú,

sei, sei segðu ekki nei

Þei, þei, hlustaðu á hei,

hei, vertu mér

Allir eru að kalla úti um allt á alla

og bráðum verður hún horfin mér frá

horfin út á sjóinn, eitthvað út í bláinn

horfin inn í annan heim.

Seinna meir, segi ég þér,

seinna meir trúir þú mér

Þú mátt ekki fela þig.

Allir eru að kalla

úti um allt á alla,

endalaust um allan heim.

Kristján Kristjánsson, 18.2.2008 kl. 22:51

2 Smámynd: Thelma Ásdísardóttir

Þið eruð bara hreinir snillingar. Ég kann enga svona vitleysis texta...nema kannski þennan:

Remember when you ran away

and I got on my knees

and begged you not to leave

because I'll go berserk.

Well you left me anyhow

and then the days got worse and worse

and now you see I am gone

completely out of my mind

And...They're coming to take me away ha ha

They're coming to take me away ho ho hi hi ha ha

to the funny farm

where life is beautiful all the time

And I'll be happy to see

those nice young men

in their clean white coats

and they're coming to take me away ha haaaaaa.....

Bara skemmtilegt :)

Thelma Ásdísardóttir, 18.2.2008 kl. 23:07

3 Smámynd: Kolgrima

Kolgrima, 19.2.2008 kl. 10:44

4 Smámynd: halkatla

margir textar eru bara hrein snilld og þetta er ekki minni listgrein en nokkrar aðrar "bókmenntir" - þvímiður er líka mikið af rusli

halkatla, 19.2.2008 kl. 12:59

5 Smámynd: Haukur Viðar

DrGunni tekur alla í nefið.

Textinn við "Fyrir 100 árum".......og reyndar flestir hans textar, frábærir!

Megas á spretti en er ekki mér að skapi.

Aðrir semja bara þvælu

Haukur Viðar, 19.2.2008 kl. 20:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband