Túrismi

Nú er fólk sjálfsagt farið að spá í það hvert skal halda í sumarfríinu. Er það Kanarí 18. árið í röð, er það sumarhús í Danmörku eða á að taka áhættu og skella sér til Krítar? En hvernig væri bara að taka þetta með trompi og fara til Ríó eða Jóhannesaborgar? Þar er nefnilega hægt að fara í svolítið merkilegar skoðunarferðir um alverstu fátækrahverfi þessara borga í fylgd með innlendum leiðsögumanni sem sýnir feitum og pattaralegum vesturlandabúum á miðjum aldri aumust slömm viðkomandi borga. Og allt saman fyrir væna greiðslu auðvitað

En sitt sýnist hverjum um þessar slömm ferðir. Það eru þeir sem lýta á þetta sem hreina niðurlægingu fyrir íbúana. Eða hvernig fyndist okkur t.d að tvisvar á dag stoppaði rúta fyrir framan hjá okkur og út úr henni hrúguðust amerískir kallar og kellingar á sextugsaldri með gullhringi á hverjum fingri, rándýrar myndavélar um hálsinn og bótox þrútið andlit og byrjuðu að smella af okkur myndum í gríð og erg og ég tala nú ekki um ef við byggjum í bárujárnskofa og ættum bara einn umgang af fötum, þau sem við stæðum í? Svo færu allir upp í rútu aftur og stuttu seinn til síns heima á Palm Beach í einbýlishúsin sín. Ekki eitthvað sem okkur myndi langa til að upplifa geri ég ráð fyrir
Svo eru það hinir sem segja að þeir sem fari í þessar skoðunarferðir kaupi alltaf eitthvað af handverksfólkinu í hverfinu og komi jafnvel til með að gefa peninga til menntunar og uppbyggingar á svæðinu eftir að hafa séð fátæktina með eigin augum

Núna þegar allt er að fara til fjandans á Íslandi þá er ekki úr vegi að einhverjir framtakssamir aðilar fari að skoða þennan ferðamöguleika fyrir alvöru hér heima. Við eigum kanski ekki jafn slæm hverfi og þair þarna í Rio en það mætti bjóða ríkum Japönum eða Þjóðverjum upp á skoðunarferð um Fellahverfið og nágrenni. Því þó að Gullfoss og Geysir séu voða fínir staðir og allt það þá gefur það ekki alveg rétta mynd af Íslandi að sjá bara svoleiðis staði. Það mætti t.d taka rútu upp að Fellaskóla og fylgjast með vandræðaunglingum kveikja í ruslatunnum og brjóta nokkrar rúður. Síðan mætti ganga með hópinn um Unufellið og Æsufellið skoða yfirgefin verslunarhús og brotna póstkassa og jafnvel taka Pólska eða Tælenska íbúa hverfisins tali. Síðan mætti rölta um Vesturbergð og í Bakkana, bragða á heimabruggi og örbylgjupizzum og fylgjast með fjölskylduerjum eða handrukkurum að verki á meðan. Að lokum mætti staldra við á hverfispöbbnum Búálfinum og horfa á Leikfélag Fella- og Hóla flytja einþáttungana "Kerfið sveik mig" og "Síðasti sopinn í bænum" og hljómsveitin Búsbandið endaði svo á að taka nokkur Bubba lög.
Ég gæti bara vel trúað að þetta ætti eftir að verða gríðarlega vinsælt


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Var þetta ekki einmitt gert hér á íslandi á 19. öld?  Þá komu fullt af þýskum ævintýramönnum í leiðangra til Íslands til að ríða á Íslandshesti yfir óbrúaðar ár og sjá bónda lesa fornsögur en sáu ekki annað en lúsuga kotbændur sem klóruðu sér í rassinum og tuggðu handrit.

linda (IP-tala skráð) 11.3.2008 kl. 21:58

2 Smámynd:  Íris Ásdísardóttir

Jú og það þurfti að skrifa bókina Crymogæa sem var útskýringarbók handa útlendingum og seldist víst ekki nógu vel erlendis því hún þótti ekki nógu sannfærandi. Crymogæa var fræðirit sem átti að afsanna þá kenningu að íslendingar væru skrýtnir.

Íris Ásdísardóttir, 13.3.2008 kl. 23:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband