Manowar

manowarÉg átti afmæli um daginn, hélt smá teiti og fékk góða vini í heimsókn sem glöddu mig mjög með nærveru sinni og hlóðu mig gjöfum í tilefni dagsins. Þetta allt væri ekki í frásögur færandi nema hvað að ein af þessum gjöfum var nýja platan með Manowar sem hann Kiddi rokk dró upp úr pússi sínu og það á þreföldum vínyl! Mér datt því í framhaldi í hug að segja fólki aðeins frá þessari stórmerkilegu (og sumir myndu segja furðulegu) hljómsveit

Manowar tekur sitt heavy metal mjööög alvarlega og þeir eru alls ekkert að grínast. Sumir myndu samt segja að þeir hefðu horft á of margar Conan myndir, lesið og mörg Marvel blöð og farið í of marga Dungeons and Dragons leiki. Það má líka færa rök að því að einhverjir séu ekki tilbúnir að taka fullorðna menn alvarlega sem klæðast lendaskýlum og veifa plastsverðum og skýra lögin sín "Violence And Bloodshed", "Gods Made Heavy Metal" eða "All men play on 10".

Manowar eru búinir að útbreiða "true metal" eins og þeir vilja kalla það síðan 1980 og eru aldeilis ekki af baki dottnir samanber þessa nýju plötu sem heitir Gods of war. Þeir áttu lengi titilinn háværasta hljómsveit í heimi þar til einhverjir pappakassar sem kalla sig Gallows slógu það fyrir stuttu. Ég lýsi reyndar frati á það met og tel Manowar enn eiga heiðurinn þar sem þeir settu sitt hávaðamet á tónleikum en hinir í prufunarherbegi hjá einhverjum magnaraframleiðanda sem er auðvitað ekki the real thing. Þegar kemur að tónleikum eru Manowar í essinu sínu. Þar eru þeir kóngar í sínu ríki, í sínum leðurbrókum, nýkomnir úr ræktinni sólbrúnir og sællegir. Og þar er hálfkák ekki tekið til greina samanber þetta hávaðamet sem þeir höfðu m.a.s sjálfir þríbætt. Á tónleikum í Þýskalandi 2005 mættu þeir svo með 100 manna hljómsveit og 100 mann kór og flugeldasýningu sem enn er í minnum höfð sem part af the grand finale. Samanborið við þetta eru Metallica og San Fransisco dæmið álíka tilkomumikið og æfing hjá harmónikkufélaginu. Og þetta er ekki allt. Trommarinn var lengi með (og er kanski enn) trommusett sem var smíðað úr ryðfríu stáli! Yessiry Bob! Og haldiði að þetta sé allt? Ó nei! Á fyrstu plötunni  er Orson Welles nokkurskonar sögumaður í einu laginu (Dark avenger, sem er hér í spilaranum til hliðar).

Manowar eru sannir karlmenn og sannir karlmenn syngja ekki um ástir og vín eða annað jafn ómerkilegt og hversdagslegt. Nei, þeir hugsa dýpra og velta fyrir sér dauðleikanum og tilgangi lífsins eins og eftirfarandi textabrot er til vitnis um

"Valhalla the gods await me
Open wide thy gates embrace me.
Great hall of the battle slain
With sword in hand.
All those who stand on shore
Raise high your hands to bid a last
farewell to the Viking land.
Death's chilling wind blows through my hair
I'm now immortal, I am there
I take my place by Odin's side
Eternal army in the sky.
I point my hatchet to the wind
I guard the gates and all within
Hear my sword sing, as I ride across the sky
Sworn by the sacred blood of Odin onward ride.
Valhalla the gods await me
Open wide thy gates embrace me.
Great hall of the battle slain
With sword in hand.
Behold the kingdom of the kings
Books of spells and magic rings
Endless knowledge, endless time
I scream the final battle cry."

í spilaranum hér til hliðar eru svo nokkrir sígildir Manowar slagarar lesendum til yndisauka

Látum bassafantinn og aðal manninn í Manowar, Joey DeMaio eiga síðasta orðið: "I believe in metal more than anybody you´ve ever met. And another thing, I´m prepered to die for metal. Are you?"

DEATH TO FALS METAL!

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jens Guð

  Ef að Kiddi Rokk hefur mælt með einhverju þá er það gæðastimpill.  Ég þekki ekki Manowar.  Enda kominn á sextugsaldur og ætti samkvæmt því að vera uppteknari af Geirmundi Valtýs.  En er það samt ekki af því að ég seinþroska.  Textinn hér að ofan er virkilega flottur.  Ég þarf greinilega að tékka á þessari hljómsveit. 

Jens Guð, 23.7.2007 kl. 02:44

2 Smámynd: Jens Guð

  Ljósmyndin af þeim er samt ekki góð meðmæli. 

Jens Guð, 23.7.2007 kl. 02:44

3 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Lögin voru allt í lagi enn ljósmyndin...

Gunnar Helgi Eysteinsson, 23.7.2007 kl. 10:57

4 identicon

Mini Monopoly hélt að myndin af Manowar hér fyrir ofan væri af konum klæddar upp sem veiðimenn!!!!!

Monopoly (IP-tala skráð) 23.7.2007 kl. 11:59

5 Smámynd: Grumpa

hvað myndi þá Mini Monopoly segja ef hún sæi mynd af Poison!?

Grumpa, 23.7.2007 kl. 12:33

6 Smámynd: Thelma Ásdísardóttir

Einhverra hluta vegna missti ég af Manowar á hápunkti míns rokktímabils, sýndi þeim greinilega ekki verðskuldaða athygli...en Grumpa hvað er þetta gömul mynd???  Ég bara spyr svona

Thelma Ásdísardóttir, 23.7.2007 kl. 15:02

7 identicon

Mini Monopoly myndi örugglega halda að Poison væru jólasveinar í dulargervi

Monopoly (IP-tala skráð) 23.7.2007 kl. 22:33

8 identicon

Vá, þessir menn eru ógurlegir...
Merkilegt hvað allt verður alveg rosalega alvarlegt mál hjá svona hetjurokkurum!

Maja Solla (IP-tala skráð) 23.7.2007 kl. 22:46

9 Smámynd: Ruth Ásdísardóttir

Fullorðnir karlmenn í plastlendarskýlum og með gúmmísverð......

Eh, nei takk, en ég skal tékka á lögunum....

Ruth Ásdísardóttir, 24.7.2007 kl. 10:42

10 Smámynd: Lauja

Hei, það gæti nú verið gaman að horfa á myndband með þeim, í þessum lendarskýlum sínum - og þá er ég aðeins að spá í að hlusta á textann.... 

eeeekkert annað! 

Lauja, 26.7.2007 kl. 11:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband