Leningrad Cowboys

leningradcowboysÉg var að fá um daginn plötuna Zombies Paradise með snillingunum í Leningrad Cowboys.Fyrir þá sem ekki þekkja þá er þetta 10 manna stórsveit frá Finnlandi sem er búin að starfa í einhver 15 ár. Þeir eru hljómsveit allra landsmanna þarna í Finnlandi, svona svipað og Stuðmenn eru hér. Aðal munurinn er samt að Leningrad Cowboys er skemmtileg hljómsveit meðan við sitjum uppi með Stuðmenn sem verða leiðinlegri og sjálfumglaðari með hverju árinu.

Þessi plata, Zombies Paradise er tökulagaplata sem er afskaplega mikið "in" núna í seinni tíð að gara en Finnarnir geðþekku hafa reyndar alltaf haft slatta af tökulögum á efnisskránni og gáfu út fyrir nokkrum árum tökulagadisk þar sem kór Rauða hersins syngur með þeim vel valda slagara auk þess sem haldnir voru tvennir risatónleikar, í Helsinkiu og í Berlín (um 60.000 manns á hvorum stað) þar sem hljómsveitin kom fram ásamt 120 manna kór og hljómsveit frá Rauða hernum, afrískum bongótrommuleikurum, balkönskum þjóðdansaflokki og ég veit ekki hvað. Það skal þó skýrt tekið fram að þetta er enginn Ædol karókí væll, hér er rokkað verulega feitt!

Ekki nóg með það þá hafa þeir gert 3 bíómyndir, Leningrad Cowboys go Americam, Leningrad Cowboys meet Moses og LA without a map, leikstýrt af Aki og Mika Kaurismaki sem eru voða merkilegir leikstjórar að mér skilst.

Í spilaranum hér til hliðar eru nokkur lög af Zombies Paradise, þið kannist sjálfsagt strax við þessi lög nema kanski  You´re my soul, en það er úr smiðju vel greiddu snyrtimennanna í Modern Talking. Ég ákvað líka að smella með link á tvö vídeó, því  þar sem Leningrad Cowboys eru annars vegar þá er sjón sögu ríkari

Njótið vel!

http://youtube.com/watch?v=Y0vZwONKshU

http://youtube.com/watch?v=qKH63LKQBQc


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristján Kristjánsson

We're not worthy! We're not worthy!

Kristján Kristjánsson, 30.10.2007 kl. 23:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband