ofmetið...

Beach_boys.jpgÉg er búin að skipta um skoðun, Bítlarnir eru bara næst ofmetnasta hljómsveit sögunnar. Sú ofmetnasta er tvímælalust Beach Boys.

Þar sem að ég vinn bara eðlilega langan vinnudag og á engin börn þá hef ég nógan tíma á kvöldin til að gera eitthvað skemmtilegt. Eitt af því er einmitt að hlusta á allskonar tónlist. Maður hefur í gegn um tíðina ekki komist hjá því að heyra ógrinnin öll af misgóðum Bítlalögum og hef ég aldrei fyllilega botnað í þessari blindu aðdáun. Það var ekki fyrr en undir lokin sem þeir gerðu nokkrar þokkalegar plötur og eiga frá þeim tíma eitt og eitt ljómandi fínt lag. En hvað er t.d merkilegt við She loves you yeah, yeah, yeah eða I want to hold your hand? Þetta er bara froða alveg eins og Bay City Rollers eða Take That er froða. Þetta var bara spurningin um að vera á réttum stað á réttum tíma og þeir duttu niður á formúlu sem gekk í unglingana sem skyndilega áttu orðið tíma og peninga til að eyða í afþreyingu.

Um daginn datt mér svo allt í einu í hug að fara að kynna mér Beach Boys nánar. Ef einhversstaðar er kosið um bestu plötur seinni ára þá sést Pet Sounds alltaf dúkka þar upp þannig að ég ákvað að hlusta loksins almennilega á hana í heild. Get ekki sagt að ég hafi orðið bergnumin. Þetta eru bara einhverjar æfingar í röddun og útsetningum og er bara flúr utan um frekar leim lagasmíðar. Svo ákvað ég að tékka á Smile, þessu "meistaraverki" sem legið hafði í geymslum Brians Wilson þar til fyrir stuttu og fékk að sögn fullorðna karlmenn til að vatna músum af hrifningu og tilfinningaþrunga. I´m sorry to say, en sú plata er jafn vel enn verri og hefði bara átt að vera ofan í skúffu áfram. Ég ákvað að gefa þeim einn séns enn og rúllaði í gegn nokkrum eldri plötum sem ég "fékk lánaðar" á veraldarvefnum. Jú, jú eitt og eitt krúttlegt surf lag en ekki nóg til að þessi hljómsveit ílengist í iPodinum.

Niðurstaðan úr þessari tónlistarrannsókn er því sú að Beach Boys sé ofmetnasta hljómsveit samtímans. Ég tek gott ABBA lag fram yfir þessa þá njóla anytime.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haukur Nikulásson

Sumt af því sem Beach Boys gerðu var beinlínis leiðinlegt eins og næstum öll fyrstu þriggja gripa "Surf" lögin þeirra. Síðan fór þetta að þróast til betri vegar og finnst mér þessi lög bara ágæt: God only knows, Don't worry baby, Good vibrations, Sloop John B og I get around. Það er ástæða fyrir því að Beach Boys voru vinsælli en flestir aðrir: Þeir nenntu að vinna. Lögðu ómælt á sig í röddun og föndri til að skara fram úr þeim sem glömruðu áfram stefnulaus þriggja gripa lög. Fyrstu þrjú lögin sem ég nefni hér eru t.d. mjög vandaðar tónsmíðar með skemmtilegum og óvenjulegum hljómum.

Mér finnst á pistlinum þínum að þú hafir fljótlega farið í of neikvæðan gír og ákveðið að fordæma allt trallið í heild sinni. Það er bara ekki réttmætt. Ég er hins vegar sammála um að Smile hefði mátt liggja, ég sá heldur ekki hvað var slefvert í þeirri samsetningu.

Ég var einn af þessum krakkaskítum sem var hrifinn af Beach Boys, ásamt Bítlunum, Stóns, Hermans Hermits, Hollies, Dave Clark Five, Byrds, Kinks, Animals, Swinging Blue Jeans og fleiri sveitum sem allar voru samsekar um að gefa út drasl í bland við hittarana sína.

Haukur Nikulásson, 13.2.2008 kl. 22:20

2 Smámynd: Vendetta

Nei, ofmetnasta hljómsveitin/grúppan er The Bee Gees. Það er leit að öðru eins gauli. Skil ekki hvernig nokkur nenni að hlusta á svona gaura með kerlingaraddir. Önnur ofmetin hljómsveit er Guns'N'Roses.

Enda þótt The Beatles hafi byrjað með ömurleg lög, urðu seinni plötur þeirra algjör snilld. Revolver - Abbey Road - Sgt. Peppers - White Album - Magical Mystery Tour o.fl.

 Eftir skilnaðinn byrjaði John Lennon vel með tveimur góðum albúmum, en dalaði svo eftir að áhrifin frá Yoko eyðilögðu öll hans lagasmíði. En Paul McCartney náði sér aldrei á strik, enda síðri lagasmiður en John. Og árangur George Harrisons varð minni en með Beatles.

Eftir stendur þó, að The Beatles var allrabezta popphljómsveit allra tíma, ekki sízt vegna þess að þeir héldu alltaf áfram að þróa tónlistarstíl sinn og gera hann fjölbreyttari. Ólíkt öllum hinum grúppunum, sem féllu í gleymsku.

Svo að þetta með ofmetið er ekki rétt, frekar þvert á móti. Bítlarnir eru líka eina popphljómsveit sögunnar þar sem bæði óperusöngvarar hafa sungið og jazzistar spilað lögin þeirra.

Vendetta, 13.2.2008 kl. 22:47

3 Smámynd: Vendetta

Jú, og meðan ég man. Abba er líka ofmetin.

Vendetta, 13.2.2008 kl. 22:49

4 Smámynd:  Íris Ásdísardóttir

Mér leiðast Bítlarnir....bara af því að Lennon sagði að þeir væru vinsælli en öll trúin með páfa og öllu tilheyrandi þá voru þeir settir á einvern heilagan stall........ástæðan fyrir velgengninni var fyrst og fremst seldir miðar og plötur, og ástæðan fyrir seldum miðum og plötum var lúkkið og mjaðmadillið, stelpur urðu alveg vitlausar og hótuðu lífláti ef þær mættu ekki fara á konsert !!! En Grumpa.....Beach boys ??? Really??

Íris Ásdísardóttir, 13.2.2008 kl. 23:58

5 identicon

Veturinn er greinilega að gera út af við Grumpu,  sem ekki hefur komist út fyrir hússins dyr í margar vikur og er nú innilokuð í 101 hlustandi á drengjahljómsveitir. Grumpa - ættleiddu hal eða lestu Þróun Neyzluvísitölunnar 1900-2007, bara allt annað en að hlusta á Buslu Drengina.

Monopoly (IP-tala skráð) 14.2.2008 kl. 22:54

6 identicon

Ég var farin að halda að Grumpa væri komin á einhver ofurvítamín og hollustufæði, farin að blogga á hverjum degi en það er sem sagt bara veðrið - hún kemst ekki barnafull og reyklaus kaffihús borgarinnar lengur og situr heima og hlustar á leiðinlega tónlist og bloggar! Ég fíla veðrið á Íslandi fyrst það hefur þessi áhrif.  Hér hefur eiginlega verið hálfgert vorveður síðan um áramót þannig að ég er aldrei heima hjá mér og blogga þ.a.l. ekki neitt.

Ég verð reyndar að viðurkenna að ég myndi held ég frekar kjósa Buslu Boys heldur en Þróun neyzluvísitölunnar 1900-2007 sem Monopoly mælir með - sú skrudda væri nóg til að leggja mig í varanlegan dvala.

Londonia (IP-tala skráð) 15.2.2008 kl. 09:39

7 Smámynd: halkatla

ég þoli ekki rolling stones - trúi ekki að ég sé sú eina þeir eru hundleiðinlegir og forljótir, ef ekki væri fyrir glæstan djammferil Keith Richards þá hefðu þeir ekkert heillandi við sig.

halkatla, 15.2.2008 kl. 14:25

8 Smámynd: halkatla

vanmetnasta hljómsveit sögunnar er án efa sex pistols, þótt þeir hafi verið boyband þá björguðu þeir eiginlega heiminum á sínum tíma

halkatla, 15.2.2008 kl. 14:27

9 Smámynd: halkatla

mér finnst steiktu ástarlögin hans Lennons um Yoko vera tær snilld - ok núna er ég hætt

halkatla, 15.2.2008 kl. 14:28

10 Smámynd: Haukur Viðar

Stones eru frábærir.

U2 eru hinsvegar ofmetnasta band fyrr og síðar

Haukur Viðar, 18.2.2008 kl. 02:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband