Kaffihús...

crying-baby-contactus1aLoksins þegar sumarið kom þá kom það með stæl. Og hvað er betra að eyða góðviðrisdögum í en að hanga á kaffihúsum og sötra bjór. Hef líka gert svolítið af því undanfarið og hefur Hressó oftar en ekki orðið fyrir valinu. 
Í þessum kaffihúsaferðum mínum undanfarna daga hef ég komist að tvennu. Í fyrsta lagi þá hefur reykingabannið sína ókosti líka og í öðru lagi þá eru ekki allir unglingar (skilgreini það fólk frá ca.14 til tvítugs) óþolandi gelgjur sem kunna ekki að tala, halda að "mannasiðir" sé bara nafn á hljómsveit í Músíktilraunum, hafa ekki skoðun á neinu nema ofbeldisfullum tölvuleikjum eða varaglossi og finnst My Chemical Romance cool hljómsveit
með virkilega djúpa texta og það sem skiptir mestu máli í heiminum er hver sé með hverjum.

Byrjum á aukaverkunum reykingabannsins. Eins og ég er nú fegin að vera laus við svæluna þá fylgir þessari breytingu einn stóóór ókostur. Fólk með börn! OK, börn eru voða krúttleg og allt það á ljósmyndum og svoleiðis og þegar þau eru sofandi 
en þess fyrir utan geta þetta verið hin verstu óargadýr. Sat einmitt á Hressó í gær með góðri vinkonu minni í góðum fíling að gæða mér á dýrindis eplaköku, haldiði ekki að 18 manna fjölskylda hafi hlammað sér á borðið við hliðina! Þar af voru örugglega 10 börn eða eitthvað og öll yngri en 8 ára. Og hvað gera börn yngri en 8 ára? Jú, þau príla upp um allt, troða sér undir allt, henda öllu
um koll,
öskra og garga og fá frekjuköst með mjög reglulegu millibili. Þau sem eru of ung til að fara í
eltingaleiki
þau öskra bara og garga. Svo eru náttúrulega foreldrarnir löngu orðnir ónæmir fyrir
djöfulganginum
eða eru löngu búnir að gefast upp á að hafa stjórn á skrílnum. Verstir eru samt foreldrar sem eru voða
stoltir af því hvað afkvæmið er fjörugt og duglegt og finnst ekkert tiltöku mál þó "englabossinn"
dúndri
stólum í sköflunginn á nærstöddum.

Nei annars, það eru bara næst verstu foreldrarnir.
Laaaang verstar
eru kellingar í fæðingarorlofi. Þær leggja undir sig heilu sætaraðirnar, sitja þarna yfir 1 sojalatte tímunum saman
segjandi hver annari fæðingar og hægðasögur og svo þegar minnst varir slengja þær brjóstunum
upp á borð (sem by the way eru ekki mikið augnakonfekt á þessum tímapunkti) og fara að gefa krakkanum að drekka með tilheyrandi smjatti og soghljóðum! Á svona dögum
hugsa ég
um staðinn sem ég sá úti í London þar sem stórt skylti fyrir utan benti gestum á að börn og 
hundar
væru bannaðir.

Ég er ekki mikil barnakerling eins og einhver hefur kanski getið sér til nú þegar og mér finnast
unglingar
eiginlega alveg jafn óþolandi. Ég er samt búin að finna þessa einu undantekningu sem sannar
 regluna.
Fór nefnilega og fékk mér dinner með aðila sem myndi aldurslega séð flokkast undir
skilgreininguna mína
á unglingi og var líklega úti á róló að borða sand þegar ég var t.d á Hróarskeldu í fyrsta skiptið og það ekki að borða sand! Gat auðveldlega spjallað í 2 klukkutíma án þess að langa til að kyrkja einhvern eða stunda annarskonar ofbeldi. Kanski kemst ég líka að því einhvern daginn að Justin Timberlake er ekki sem verstur....nahh!!


ég þoli ekki....

hundafotÉg hreinlega þoli ekki þegar fólk klæðir dýrin sín í föt! Það er ástæða fyrir því að hundar og kettir eru loðnir og það er ekki bara til að geta skilið öll hárin eftir í fötum og húsgögnum. Föt eru upprunalega hugsuð til að klæða af sér kuld þar sem við mannfólkið erum ekki alveg eins loðin og kettir, fyrir utan einn og einn vel hárugan karlmann. Þessi staðreynd virðist þó oft fara fyrir ofan garð og neðan hjá mörgum eins og t.d hjá sumum aflituðum sílikonglyðrum sem skakklappast um á pinnahælum og í kjólum sem ekki ná að hylja allan rassinn og eru flegnir niður á nára um hávetur. Ef þú ert að nudd þér upp við einhverja súlu uppi í Kópavogi er þetta rétti klæðnaðurinn en ekki niðri í bæ í 18 vindstigum og snjókomu.

Dýr þurfa sem sagt ekkert á fötum að halda auk þess sem þau líta bara fíflalega út í þessum dressum sem mongólítarnir, eigendur þeirra eru að troða þeim í til að púkka upp á sína eigin hégómagirnd. Það þarf heldur enginn að segja mér að dýrunum finnist þetta æði. Veit þó ekki með þessar litlu geltandi rottur sem eru ræktaðar bara til að vera heimskar og óþolandi, þeim kanski finnst þetta ýkt svalt. Ég sæi t.d kanínurnar mínar ekki fyrir mér í köflóttri samfelli með slaufu í eyrunum. Og hvað er það að þurfa að halda á hundinum sínum í tösku! Hafa þeir ekki 4 lappir?


bókmenntir

crueÉg er í afskaplega skemmtilegum lesklúbbi sem heitir Skruddurnar. Þar hittist fólk einu sinni í mánuði og diskuterar þá bók sem ákveðið var að lesa, treður sig út af góðgæti í boði gestgjafans og tapar sér svo í samræðum um allt milli himins og jarðar. Mér finnst voða gaman að lesa og ég set ekkert fyrir mig nema það að sagan sé skemmtileg og/eða áhugaverð og haldi mér við efnið. Ég hef t.d afskaplega gaman af rokkælusögubókum eins og ég hef gaman af Isabel Allende og John Irving.

Rokkælusögur eru oft mjög áhugaverðar lesningar, bæði drepfyndnar og sorglegar í senn. Þar eru menn að lýsa lífi sem við venjulega fólkið komum aldrei til með að upplifa og er oft ótrúlegra en verstu lygasögur. Í stuttu máli fjalla þessar bækur um þrenninguna heilögu, sex, drugs and rock´n´roll á mis opinskáan hátt. Þær segja frá uppvexti hetjunnar og hvernig hún breytist smá saman úr saklausum smábæjardreng (þar sem í lang flestum tilvikum eru það karlmenn sem eru að tjá sig) í snarbilaðan sukkara með snert af geðklofa, áfengissýki og óyfirstíganlega fíkn í allskonar ólyfjan, gjörsamlega búinn að tapa öllu raunveruleikaskyni og með paranoju á háu stigi. En hann veður samt í kvenfólki, á 8 bíla, 4 einbýlishús, 46 gítara og einkaþotu eða allt þar til hann hefur mokað öllu andvirðinu upp í nefið á sér.

Sú bók sem toppar allar aðrar í lýsingum og ótrúlegum lifnaði þeirra sem þar segja sögu sína er auðvitað bókin The Dirt þar sem meðlimir Mötley Crue segja allt, líka það sem við vildum ekki vita. Mér fannst þessi bók snilld! Ég er m.a.s að hugsa um að lesa hana aftur bráðlega. Ekki bara að þessi bók fái 10 fyrir skemmtanagildi þá er hún heimild um tímabil í tónlistarsögunni sem var vægast sagt súrt, þ.e glysrokktímabilið í kring um 1980-85 þar sem karlmenn gengu um í háum hælum, málaðir eins og dragdrottningar á vondum degi og hikuðu ekki við að láta sjá sig í netsokkabuxum og spandexbrókum

Fyrir ykkur sem ekki hafið lesið þessa bók er hér örlítill kafli. Mötley Crue eru sem sagt að spila á Monsters of rock festivalinu í Bretlandi ásamt Van Halen, AC/DC og mörgum fleirum og það er Nikki Sixx sem er að segja frá:

"I was so drunk and coked up at the first show that I walked up to Eddie Van Halen and tackled him. Then I reared my head up, lifted his shirt and sank my teeth into his bare stomach. "What the fuck is wrong with you?" his wife bellowed. "Biting my husband? You fucking freak!"

Eddie stood up, dusted himself off and narrowed his squinty eyes. I couldn´t tell whether he was turned on or offended. Before I had a chance to apologize, Vince ran up to him like a savage dog and sank his teeth into his hand. And that threw his wife into hysterics.: Nobody bites the hand that Eddie Van Halen uses to play guitar with.

I must have bitten Angus Young too, because his brother Malcolm walked up to me in rage. I was wearing platform boots and Malkolm´s face (he is not very tall you know) was eye level with my belly button. "You fucking bastard." he roared at my navel. "You can bite my brother, fine! But if you fucking bite me, I´ll bite your fucking nose off, you dog-faced faggot."

I think I said something like "you and what stepladder," because before I knew it, he was attacking me, climbing up my leg and clawing at my face like a crazed cat"

Tær snilld LoL

Hér til hliðar í spilaranum eru svo nokkrir sígildir glam metal slagarar sem bæta, hressa og kæta


reykingar

Höfum það strax á hreinu, ég þoli ekki reykingar! Til að útskýra það nánar hvað ég þoli ekki við reykingar þá er það auðvitað ólyktin og sóðaskapurinn af þessu. Mér er nákvæmlega sama um heilsu reykingamannsins, fólk má reykja sig til dauða fyrir mér svo framarlega sem það gerir það einhversstaðar annarsstaðar en þar sem ég er. smoking

Skoðum þetta fyrirbæri, reykingar, aðeins nánar. Hvaða vanvita datt það einfaldlega í hug in the beginning að rúlla upp laufblaði, kveikja í því og anda að sér reyknum? Þið reykingamenn segið mér eitt, fannst ykkur fyrsta sígarettan alveg geggjuð upplifun og gátuð ekki beðið eftir að kveikja í næstu? En ef ekki, af hverju í fjandanum hélduð þið þessu þá áfram? Þetta er svona svipað og ef ég tæki upp á því að fara að borða álpappír, það væri helvíti vont að bíta í hann fyrst en svo myndi það örugglega venjast og ég gæti farið að bryðja heilu rúllurnar og  þætti það ógeðslega svalt og væri ekkert að spá í því að ég gerði ekkert nema reka við af þessu öllum í kring um mig til ama og dræpist að lokum úr meltingartruflunum. Það er einhvernvegin álíka svalt og að vera með gula putta, brúnar tennur, að drepast úr hósta og lykta eins og ruslatunna sem hefur ekki verið losuð almennilega síðan um páska fyrir utan að það er fokdýrt að stunda þennan ósið.

En reykingamönnum til vorkunar þá er eitthvað ávanabindandi dæmi í tóbaki og fyrst þeir voru nógu vitlausir til að byrja á þessu þá getur reynst erfitt að hætta. En eins og ég sagði þá varðar mig ekkert um heilsu reykingamannsins, þetta er hans val, en væri ekki hægt að hafa tóbak í einhverjum öðrum neyslueiningum en þannig að það þurfi að svæla því yfir alla nærstadda? Er ekki hægt að útbúa það þannig að það er étið? Tóbakssamlokur, tóbakstöflur, tóbaksdrykkir. Þá mætti fólk nota tóbak eins mikið og það gæti í sig látið fyrir mér.


sænsk tónlist

ABBAÉg minntist á hljómsveitina Mustasch hérna um daginn og leyfði ykkur að heyra lag með þessari eðal sveit. Þar sem þeir eru sænskir þá datt mér í hug að hafa þennan playlista al-sænskan enda af nógu að taka. Hvað svo sem segja má um Svía þá kunna þeir að búa til tónlist. Tónlistarbransinn er líka heilmikill bissness í Svíþjóð og tónlistariðkun er gert hátt undir höfði. T.d er tónlistarkennsla í öllum grunnskólum og eiga skólarnir hljóðfæri til að lána nemendunum og mörg sveitarfélög eiga húsnæði sem hljómsveitir geta æfti í ókeypis eða fyrir lítinn pening.

Útflutningsverðmæti sænska tónlistariðnaðarins hefur verið rúmir 4 milljarðar sænskra króna (yfir 40 milljarðar ísl.króna) að meðaltali síðastliðin 10 ár. Þá á eftir að telja innlenda veltu! Það er til mikið af hæfileikaríku tónlistarfólki á Íslandi og við meigum margt að Svíum læra þegar kemur að því að styðja við bakið á því. Það er til margt fleira en álver og stóriðja.

Anyway, frægust allra sænskra hljómsveita er auðvitað ABBA. Hreinir snillingar í melódíum. Og videokvöldið hjá Kidda þar sem við horfðum á ÖLL myndböndin með ABBA í einni bunu er ógleymanlegt LoL. Europe, hver hefur ekki heyrt Final countdown? Roxette eiga endalust af smellum. Og svo kunna þessir djöflar svo sannarlega að spila rokk. Refused, Opeth, Entombed, Meshuggah, Hives, Amon Amarth, Cult of Luna, Spiritual Beggers, Sahara Hotnights, Hellacopters, In Flames, International Noise Conspiracy, Mustasch, Division of Laura Lee, Backyard BabiesThe Haunted...

Fyrsta lagið er auðvitað með ABBA. Ég held að þetta sé bara uppáhalds lagið mitt með þeim, "Knowing me, knowing you" af snilldar plötunni Arrival sem ætti að vera til á hverju heimili

Dozer eru eðal stoner, komu og spiluðu á Gauknum í fyrra eða árið þar áður

Gluecifer eru með smá norsku ívafi. Platan sem þetta lag er af, Automatic thrill er mögnuð. Pínulítið í áttina að Hives nema bara miklu betri

Meshuggah er band sem hljóðfæraleiksnördar missa vatnið yfir. Afskaplega flinkir og geta spilað 5 milljón nótur mínútu, gott band engu að síður

Shotgun Messiah var merkileg hljómsveit. Byrjaði sem glamband dauðans með spandexi og netsokkabuxum og öllu tilheyrandi. Urðu svo allt í einu industrial metal band og svo bara plein rokkband. Aðal gaurinn kallaði sig Tim Tim á glam tímabilinu, heitir Tim Skold og er núna að spila með Marilyn Manson. Þetta lag er frá industrial tímabilinu

Næsti playlisti verður með all time favourite lögunum mínum. Lög sem mér finnast alltaf jafn fáránlega góð sama hvað ég er búin að heyra þau oft. Að stytta listann niður í 5 kvikindi verður að vísu mikill höfuðverkur. En sjáum hvað setur

 


Fótbolti

foot-ballÉg er ekki mikil áhugamanneskja um íþróttir og var því ekki mikið að spá í þessum landsleik þarna um daginn. Ég er viss um að það eru einhverjir fleiri þarna úti sem eru ekki alveg með þetta á hreinu svo þeim til fróðleiks er hér viðtal sem ég rakst á við einhvern af íslensku landsliðsmönnunum Blaðamaður (BM): "Nú náðuð þið aðeins jafntefli gegn liði Vatíkansins í þessum leik, eru það ásættanleg úrslit sérstaklega þegar tillit er tekið til þess að íbúar Vatíkansins eru aðeins 750 og flestir þeirra eru komnir yfir sextugt og ganga um í hempum"? Jói útherji (JÚ): "Ég verð að viðurkenna að þessi úrslit eru viss vonbrigði en þeir virtust hafa æðri máttarvöld sín megin. Eldingin sem laust niður í dómarann á 45. mínútu þegar hann var í þann mund að fara að gefa fyrirliða þeirra rautt spjald kom líka á afar óheppilegu augnarbliki" BM: "Nú náðuð þið að skora snemma í leiknum eftir að boltinn lenti á önd á flugi eftir langt útspark og hrökk þaðan í netið en þá virtist sem allt leikskipulagið færi úr böndunum" JÚ: "Já þjálfarinn sagði okkur að bakka og það er bara mjög erfitt að hlaupa afturábak í 60 mínútur" BM: "Nú komst þú í dauðafæri rétt áður en Vatíkanar náðu að jafna en þú hættir skyndilega og snerir við þegar þú varst kominn einn á móti markmanni, hvað gerðist"? JÚ: "Ég er bara ekki vanur að sækja svona og ég varð bara svo stressaður að ég vissi ekki hvað ég átti að gera og svo þurfti ég rosalega að fara að pissa" BM: "Það virtist á köflum sem liðið skorti alla baráttu, var komin einhver hræðsla við andstæðinginn"? JÚ: "Nei alls ekki, við strákarnir vorum bara búnir að ákveða að skella okkur á Oliver í kvöld, stelpurnar úr Ungfrú Ísland ætluðu að kíkja við og svona og ekki vill maður ver með glóðarauga eða brotið nef þegar maður hittir svoleiðis dömur. Það er sko meiriháttar turn off" BM: "En hverjar telur þú vera ástæðuna fyrir slöku gengi landsliðsins undanfarið þar sem við erum komnir niður fyrir Túrkmenistan og Djíbútí á heimslistanum"? JÚ: "Ja loftslagsbreytingarnar hafa lagst illa í okkur auk þess sem þjálfarinn talar bara við okkur á þýsku og við skiljum hann ekki alltaf. Svo hefur frjóofnæmi sett strik í reikninginn hjá nokkrum okkar, markmaðurinn er haldinn víðáttufælni og ég hef sjálfur verið slæmur að fótsvepp lengi"

Topp 5 listinn í dag

 

Hér til hægri er hægt að sjá tónlistarspilara og þar hef ég sett inn 5 lög sem eru að rúlla reglulega í iPodinum núna.

Fyrsta lagið er með bandi sem heitir Black Stone Cherry. Þessir ungu menn koma frá Kentucky og spila old skool rokk í  70s anda. Mér finnst 70´s rokk æði og er því að fíla þetta band vel. Maður dettur niður á allskonar svona hljómsveitir ef maður les snilldarblaðið Classic Rock. Mæli eindregið með því.

Lag tvö er ekta  70s. Rumours með Fleetwood Mac er ein af mínum uppáhalds plötum. Þetta lag, Silver springs var þó ekki á plötunni heldur var upphaflega bara gefið út sem smáskífa. Það er þó að finna á tvöföldu endurútgáfunni af Rumours frá 2004 ásamt ýmsu öðru aukaefni. Skil bara ekki af hverju þetta lag var ekki á plötunni í upphafi því hér er Stevie Nicks alveg mögnuð í frábæru lagi

Lag þrjú er af sólóplötunni með Hafdísi Huld. Mjög fín plata þó þetta lag finnist mér vera outstanding. Fyrir fólk með slappt langtímaminni þá var Hafdís Huld í Gus Gus í korter eða eitthvað álíka lengi

Lag fjögur er svo algjörlega allt önnur ella. Lightning Bolt er fyrir mörgum örugglega bara noize frá helvíti en þetta lag finnst mér vera gargandi snilld. Og spáið í því, einu hljóðfærin eru bassi og trommur! Spilist mjög hátt!

Síðasta lagið eiga svo frændur okkar Svíar í hljómsveitinni Mustasch. Stór merkilegt hvað kemur mikið af góðum rokkböndum frá Svíþjóð. Kanski næsti Topp 5 listi verði bara með sænsku eðalstöffi. Ekki sem verst hugmynd

Ég hvet fólk endilega til að tékka á þessum hljómsveitum, þ.e þeim sem það þekkir ekki nú þegar


Teletubbies

Þar sem ég á engin börn og þarf þar af leiðandi aldrei að sitja undir mis vondTeletubbiesu barnaefni í sjónvarpinu eða hlust á mis óþolandi barnalög þá ákvað ég að kynna mér þetta fyrirbæri, Teletubbies aðeins nánar og dæma sjálf um það hvort þetta á við einhver rök að styðjast.

Ég byrjaði náttúrulega á því að skoða mynd af fyrirbærinu sem ég læt fylgja með hér til hliðar öðrum í sömu aðstöðu til fróðleiks. Bara með því að skoða þessa mynd er augljóst að það er eitthvað bogið við þetta allt saman. Eru foreldrar virkilega svona úrvinda og dasaðir að þeir eru ekkert að spá í því hvað krakkarnir horfa á svo framarlega sem það eru teiknimyndir. Það sést langar leiðir að þessi Drinky Winky er ekki bara gay heldur líka klæðskiptingur. En er það bara ekki allt í lagi? Ég myndi hafa miklu meiri áhyggjur af þessum græna og rauða. Ég meina, Ho og Tipsy! Alveg dæmigert fyrir fordómafulla ameríkana sem mér skilst að hafi byrjað að setja út á Drinky Winky að finnast ekkert athugavert við að annar sé bitta en hinn sé í frekar vafasömum bissness. Þú getur verið vændiskona, ofbeldisseggur, klámhundur, mannræningi, fjöldamorðingi og hver veit hvað og enginn skiptir sér af því en ef þú ert gay...ó mæ god!!

En þar sem þessir þættir eru búnir til af einhverjum hámenntuðum atferlissálfræðingi þá hlýtur að vera dýpri meining í þessu öllu. Nema bara að þetta hafi verið samið í stundarbrjálæði. Höfundurinn (Dr. Bobby) hefur tekið að sér að gera barnaþátt fyrir BBC. Eftir að hafa velt þessu fyrir sér í 2 mánuði og ekki komist að neinni niðurstöðu og hann á að skila uppkasti daginn eftir ákveður hann í panik kasti að detta bara í það og gefa skít í allt saman. Bobby fer því með félögum sínum á pöbbinn þar sem hann drekkur ótæpilega af Margaríta, hittir þar einhverja lausláta drós og saman enda þau á slísí gay bar þar sem klæðskiptingur í fjólubláum satíngalla sem kallar sig Winky (en heitir raunverulega Harald) er að syngja Abba lög. Svo reykja þau  ógeðslega mikið af hassi og fá öll guluna (þaðan kemur Taa Taa, þessi guli inn í myndina). Í tremmanum daginn eftir kemur hann svo upp með þessa sögu og öllum miðaldra köllunum hjá BBC finnst þetta bara nokkuð sniðugt


mbl.is Pólsk yfirvöld rannsaka hvort Stubbarnir séu samkynhneigðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ungfrú Ísland

Eitt af því sem ég geri þegar  ég hef ekkert sérstakt að gera er að hanga á netinu og skoða allskonar heimasíður svona just for fun. Mér datt t.d núna áðan í hug að skoða ungfrú ísland síðuna, just don´t ask me why

Þar er sem sagt hver og ein með sína bloggsíðu svo fólk geti kynnst persónunni betur. Fyrir utan það að allar þessar ungu stúlkur eru eins nema nokkrar eru dökkhærða þá hafa þær allar það sama að segja fyrir utan eina sem var aðeins öðruvísi

Hér er það sem hún hafði að segja

Ég er 19 ára stelpa (annars væri ég líklega ekki hér, stupid) sem stundar nám í líffræði þar sem mig dreymir um að verða líksnyrtir auk þess sem ég hef unnið hjá Meyndýraeyði Reykjavíkur undanfarin sumur. Mekilegt hvað rottur eru gáfuð dýr. Ég hef æft glímu í rúmlega 6 ár og einnig magadans í nokkur, en núna kýs ég frekar að hanga bara heima fyrir framan sjónvarpið og borða nammi.

Ég er elst af þremur systkinum. Ég á tvo bræður, Hagbarð og Langbarð . Í sumar mun ég verða í þremur störfum, nuddari hjá Kraftlyftingasambandinu, rótari hjá Sálinni og svo ferðast ég um landið og sel nefháraklippur og fótanuddtæki,
Ég er bæði rosalega róleg manneskja en á það líka til að vera ein sú háværasta á staðnum, fer samt alveg eftir því á hvaða lyfjum ég er.

Foreldrar: Jói svarti og Gulla bongó (þekkjast best undir þessum nöfnum á Trékyllisvík þar sem ég ólst upp)

Nám-vinna: Sjá að ofan

Áhugamál: hef alltaf heillast af dánu fólki, hef líka gaman af færeyskum þjóðdönsum og netahnýtingum og safna gömlum breikdansplötum og myndum af brunahönum

Draumastarfið: Tvímælalaust líksnyrtir eða þá baðvörður

Draumabíllinn: Gulur Volvo Amazon árgerð 1967 og svo langar mig líka ógeðslega mikið í Massey Ferguson traktor með ámoksturstækjum

Hvað er fegurð?: Fegurð getur birst í mörgum myndum. Það er t.d mikil fegurð í ungverska þjóðsöngnum, vel löguðum eyrnasneplum eða 16" pizzu með pepperoni og ansjósum

Áttu gæludýr?: nei, en mig langar rosalega í kærasta

Hvernig er rómantískt kvöld? Rómantískt kvöld fyrir mér, er snarkandi arineldur, Playstation og kippa af bjór

Hvernig ætlar þú að slá í gegn? Með því að hlaupa allsber inn á völlinn í næsta landsleik

Hvern myndirðu helst vilja hitta? Ég myndi helst vilja hitta Jóga björn eða þá David Hasselhoff


Ofbeldi

Hversu oft hefur maður ekki lesið frétt með þessari fyrirsögn og ekki hugsað út í það meir nema velt fyrir sér hvað sé eiginlega að fólki? Það er ekki fyrr en einhver nákominn lendir í svona löguðu að maður gerir sér grein fyrir hversu hræðilegur hlutur ofbeldi er og hvað það snertir marga aðra en gerandann og þolandann.

Það að einn af manns bestu vinum sé núna með brotið kinnbein, brotið nef og brákaðan kjálka og útlítandi eins og fílamaðurinn í framan bara vegna þess að einhver "geðsjúklingur" uppfullur af ranghugmyndum gerir sér lítið fyrir og brýst inn til hans og ræðst á hann sofandi með barefli er  hræðilegra en orð fá lýst! Og hvað er svo gert við svona menn? Fá líklega nokkra mánuði skilorðsbundið 2 árum seinna og geta snappað aftur hvenær sem er.

Ég legg til að það sé minni tíma og peningum eytt í að eltast við einhverja forstjóra sem kanski og kanski ekki létu kompaníið kaupa handa sér garðsláttuvél en þess í stað tekið á ofbeldi í samfélaginu af einhverri alvöru. Mér er nokk sama þó Jón Jónson hjá Torfkofatækni ehf. hafi svikið milljón undan virðisaukaskatti en mér er alls ekki sama þegar lífi og limum fólks er ógnað of ofbeldissjúkum fáráðlingum. En hver fær harðari refsinguna? Mig grunar að það sé Jón ræfillinn.


mbl.is Alvarleg líkamsárás á uppstigningardag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband